is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34185

Titill: 
 • Að stýra í mótbyr : reynsla skólastjóra leik- og grunnskóla af sameiningum
 • Titill er á ensku To lead in adversity : principals‘ experience of school merging.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða sameiningar leik- og grunnskóla í Reykjavík sem áttu sér stað árið 2011. Sjónum er beint að reynsluheimi skólastjóra sem stóðu í brúnni og höfðu það hlutverk að leiða skólastarfið. Þeir tókust á við krefjandi áskoranir en margskonar tækifæri urðu á vegi þeirra allra.
  Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á stöðu stjórnenda við þessar aðstæður og að varpa ljósi á leiðir sem geta stuðlað að farsælu sameiningarferli en ekki síður að benda á atriði sem mögulega virka hamlandi og truflandi í ferlinu. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð með langtímasniði en gagna er aflað frá sömu þátttakendum á þriggja ára tímabili. Gögnum var safnað með viðtölum við þrjá skólastjóra á árunum 2011 - 2014, samtals 14 viðtöl.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sameiningar leik- og grunnskólanna hafi reynt mikið á skólastjórnendur. Þeir telja að í sameiningunum felist ákveðin tækifæri en jafnframt miklar áskoranir. Sameiningarnar áttu ekki langan aðdraganda og af þeim sökum bar á ákveðnu stefnuleysi og tilviljunarkenndri ákvarðanatöku ásamt pólitískum afskiptum sem höfðu hamlandi áhrif á ferlið. Viðhorf þeirra sem í skólunum störfuðu og forráðamanna nemenda höfðu einnig víðtæk áhrif á ferlið. Þau mótuðust að miklu leyti af því hvort viðkomandi sáu tilgang með sameiningunum eða ekki. Aðlögun nemenda gekk yfirleitt vel en aðlögun kennara var mun vandasamari. Munur á menningu á starfstöðvum vóg þar þungt. Aðbúnaður á starfstöðvum og skortur á fjármagni til að mæta kostnaði vegna sameininganna setti einnig mark sitt á ferlið.
  Vonast er til að nýta megi niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að dýpka skilning á sameiningarferlinu og sem vegvísi um hvernig ákjósanlegt er að standa að sameiningum og hvað beri að varast.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis will examine the merging of Reykjavík’s kindergartens and primary schools, which took place in 2011. It will focus on the principals who were at the helm and were tasked with leading the merged institutes. In doing so, they faced demanding challenges but also
  discovered several opportunities.
  The goal of the study is to understand the position of leaders in these circumstances and discover ways that can assist in driving a successful merging but also to indicate issues that might delay and interrupt the process.The study is based on qualitative research methods with a long-term focus. Data was gathered from the same participants over three years. Three principals were interviewed between 2011-2014, for a total of 14 interviews.
  The results of the study indicate that principals found joining kindergartens and primary schools demanding. While they believe that opportunities can be discovered in the process, they also faced several challenges.The prelude to the merging was short, and due to that, the principals sensed a certain level of aimless and random decision-making, which, along with political interference, hindered the process.The attitude of those working within the schools, parents and guardians affected the process greatly. It was chiefly influenced by whether or not the parties saw purpose in the consolidation of schools. Adjusting students to the new format proved less challenging than adjusting teachers. The difference in organizational culture between the two institutes was the biggest factor.The facilities present in the two institutes and the lack of finance to meet the cost of the consolidation
  also marked the process.
  This study is presented with the hope that it will deepen the understanding of the consolidation process and to serve as a guide on how to successfully lead such a process and the pitfalls to avoid.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að stýra í mótbyr. Reynsla skólastjóra leik- og grunnskóla af sameiningum 27. maí 2019.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsinging vegna lokaritgerðar 27. maí 2019.pdf205.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF