is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34186

Titill: 
 • Fjallið, fjaran og skógurinn : þátttaka nemenda í mati á þróunarverkefni um útivinnu í nærumhverfi skóla
 • Titill er á ensku The mountain, the seashore and the forest : students´ participation in evaluation of school development project about outdoor work in local environment
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í hverjum skóla er unnið að skólaþróun og leitað leiða til að bæta skólastarf nemendum til hagsbóta. Til að ótvíræður árangur náist er skipulagt og vel útfært mat nauðsynlegt. Í þessari rannsókn var lagt mat á þróunarverkefnið Fjallið, fjaran og skógurinn sem byggði á samstarfi tveggja skóla á höfuðborgarsvæðinu. Í matinu var sérstök áhersla lögð á þátttöku nemenda og reynsla þeirra af útivinnu í nokkuð ólíku nærumhverfi greind.
  Rannsóknin byggði á vinnu með tólf ára nemendum sem tóku þátt í vettvangsferðum í nærumhverfi beggja skólanna. Alls tóku 32 nemendur þátt í rannsókninni, 16 úr hvorum skóla og komu allir til viðtals fyrir og eftir vettvangsferðirnar, í fjögurra manna hópum, fjórir hópar úr hvorum skóla. Kynjahlutfall var jafnt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nemendur hafi jákvætt viðhorf til útivinnu og telja að meira mætti gera af því að vinna verkefni þar sem umhverfið er nýtt bæði sem vettvangur og viðfangsefni námsins. Skýrt kom fram að nærumhverfi skóla nemenda veitir þeim bæði ánægju og öryggi við að nálgast verkefni sem þeim eru falin af kennara.
  Niðurstöðurnar benda einnig til að kennarar þurfi stuðning og hvatningu til að nota nærumhverfi skólans í daglegu skólastarfi en þröskuldurinn er ekki áhugi nemenda – þeir eru bæði áhugasamir og reiðubúnir til útivinnu sem meðal annars felur í sér eftirsóknarverða tilbreytingu.

 • Útdráttur er á ensku

  In every school a school development work is ongoing, with the aim of making better education for students. To ensure that the outcome of every project is as intended, schools need to implement well organized and precise evaluation of their work. In this research the development project, The mountain, the seashore and the forest is evaluated. This project was a joint work of two elementary schools in the Reykjavík area. In the evaluation process special emphasis was made on students´ participation and the attitude and experience of students´ outdoor work in the two schools where their local environment is very different.
  The research is grounded on a work with 12 year old students that took part in field trips in the local environment of both schools and group interviews before and after the outside work. Total of 32 students participated in this research, 16 from each school, and everyone interviewed in a group of four, four groups from each school. The gender ratio was equal.
  The main findings of the research suggest that students have a positive attitude towards outdoor work and think it may well be increased so that they can have more inspiring work in their local environment. It was clear that their local environment made them secure in their work provided by their teacher.
  The research findings also indicate that teachers need support and encouragement to use their local environment in every day work with students. The threshold is not the attitude of the students, they are both enthusiastic and ready for outdoor work which find the change of scenery desirable

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_Orn_Halldorsson_2019.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Orn_Halldorsson.pdf192.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF