is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34187

Titill: 
 • Aðferðir sem leikskólastjórar nota til að styrkja deildarstjóra sem faglega leiðtoga
 • Titill er á ensku Methods which directors in early childhood schools apply to reinforce head teachers as professional leaders
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er upplifun og reynsla leikskólastjóra af því hvernig þeir sinni stjórnendahlutverki sínu gagnvart deildarstjórum, hvernig þeir styrki þá sem faglega leiðtoga og hvort og þá hvernig þeir telji sig dreifa því valdi og ábyrgð sem deildarstjórinn þarf til að tryggt sé að árangur náist í starfi með börnunum. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem gagna var aflað með hálfopnum viðtölum við leikskólastjóra í átta stórum leikskólum í Reykjavík, allir hafa þeir áralanga reynslu sem leikskólastjórar.
  Helstu niðurstöður eru að allir leikskólastjórarnir segjast nota starfslýsingu deildarstjóra, sem fylgir kjarasamningi KÍ vegna FL og Félags íslenskra sveitarfélaga, til að skilgreina starf deildarstjóra og þeir telja sig dreifa þeirri ábyrgð og því valdi sem deildarstjórar þurfi til að stjórna deildinni. Þeir nota bæði formlegar og óformlegar leiðir, allt frá reglulegum stjórnteymisfundum til þess að veita mikinn aðgang að sér í óformlegt spjall um málefni deildarinnar.
  Túlkun á starfslýsingunni og skoðun á því hversu mikið vald og ábyrgð deildarstjóri þarf eða á að hafa er misjöfn. Fjórir leikskólastjóranna sögðust fylgjast vel með því sem gerist á deildum með því að fara þar inn og veita endurgjöf og aðhald. Hinir fjórir segjast leggja áherslu á stefnumótun í samráði við deildarstjórana og gefa þeim svo frelsi til athafna. Allir leikskólastjórarnir telja að starf deildarstjóra sé mikilvægt og víðtækt og að kröfur til þeirra hafi aukist á undanförnum árum. Þeir nefna að meira sé kallað eftir innra mati, samfélagið sé orðið fjölbreyttara og foreldrar kröfuharðari og segja að til að standa undir þessu þurfi deildarstjórar töluverðan stuðning frá leikskólastjóra. Því var flestum leikskólastjórunum tíðrætt um að endurskoða þurfi skipulag og skipurit leikskóla þannig að það styðji betur við deildarstjóra og starfsemi leikskólanna.
  Leikskólastjórarnir höfðu allir reynslu af því að hafa deildarstjóra sem ekki er leikskólakennari og segja að slíkir deildarstjórar þurfi meira aðhald og stuðning og það fari oftast meiri tími í að styðja við þá. Þeir lýstu því allir áhyggjum sínum af leikskólakennaraskorti og framtíð leikskólans.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this paper is to analyze the perception and experiences of Directors in Early Childhood Schools (ECS); how they utilize their role as leaders regarding reinforcing head teachers in their role as professional leaders. Additionally how directors consider the dispersing of responsibility and authority ensuring that head teachers attain results in the classroom. This as data was gathered through quantitative methodology using half-open interviews in eight ECS, among directors with vast experience in their role Director in ECS.
  Results demonstrated that all of the directors utilize the job description of “Head Teacher” as is defined in the collective job agreement with The National Teachers Union, Early Childhood Teachers Union and the Association of Icelandic Municipalities, in designation of tasks and responsibilities of head teachers in their schools. They also claimed to disperse both responsibility and the authority necessary for head teachers to lead in the classroom. They used both formal and informal methods such as formal consonant team meetings and through informal discussions with head teachers regarding classroom issues.
  There were differing views among directors regarding interpretation of the job description and how much authority and responsibility a head teacher should have. Four directors claimed to closely monitor classroom activity bestowing feedback and constraint upon head teachers. The remaining four placed emphasis on allowing head teachers to partake in policy development and freedom of implementation. All of the directors agreed that the role of head teacher is important, extensive and the demands upon head teachers have increased. They pointed out for example the increase of assessment, increased diversity in society, parents’ demands are more distinct, and claimed a need for additional support from directors in order to meet the increase in demands. Most directors were vehement in emphasizing the need for a reexamination of the structure and ranking of staff within ECS in order to better support head teachers and operations with ECS.
  All directors interviewed had experience employing non certified ECS teachers needing further constraint and support in head teacher roles, meaning more time spent supporting them. All directors expressed concern regarding the lack of certified teachers and future of ECS.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_skemma_Pála.pdf653.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed verkefni_pala_palsdottir.pdf963.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna