is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34189

Titill: 
 • Stuðningur við skólastjóra í grunnskólum : staða og væntingar
 • Titill er á ensku Support for Principals in Schools : status and expectation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Starfsumhverfi skólastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum, orðið flóknara og starfið viðameira. Með breyttu starfsumhverfi, auknu álagi og streitu er stuðningur í starfi þýðingarmikill. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skólastjóra í grunnskólum til stuðnings í starfi og þörf á stuðningi. Stuðningur í starfi er mikilvægur bæði við upphaf ferils skólastjóra og þegar líða tekur á. Ekki hefur verið kannað á Íslandi áður með megindlegum aðferðum hvaða viðhorf skólastjórar hafa til þessa þáttar og hvaða stuðning þeir fá. Það var því gildi rannsóknarinnar að safna saman nýjum upplýsingum og öðlast skilning og þekkingu á stuðningi við skólastjóra í grunnskólum landsins. Þekking á málefninu getur svo nýst fræðsluyfirvöldum um allt land, Skólastjórafélagi Íslands og skólastjórunum sjálfum.
  Gögnum í rannsókninni var safnað með spurningalista sem sendur var til allra skólastjóra í grunnskólum á landinu, 174 alls og var svarhlutfall 67%. Könnunin var unnin í vefkönnunarforritinu SurveyMonkey og niðurstöður greindar í Excel og SPSS.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að skólastjórar voru frekar óánægðir með þann stuðning sem var í boði við upphaf ferils þeirra og eingöngu 32% eru ánægðir með þann stuðning sem þeir fá núna. Flestir nefndu að þeir hefðu fengið mestan stuðning frá fjölskyldu eða vini við upphaf ferils síns og eru niðurstöður þær sömu við núverandi aðstæður. Skólastjórar voru sammála um að mikilvægt væri að njóta stuðnings í starfi en 95% sögðu það mjög eða frekar mikilvægt. Flestir töldu að fræðsluyfirvöld ættu að veita þeim mestan stuðning í starfi. Þá kom einnig fram að skólastjórar töldu sig þurfa mestan stuðning við úrlausn erfiðra starfsmannamála og stuðning við stefnumótun.
  Svarhlutfall í rannsókninni var vel viðunandi og dreifing svara yfir landið nokkuð jöfn. Það má því álykta að sú mynd sem dregin er upp hér megi yfirfæra á skólastjóra í grunnskólum almennt. Niðurstöðurnar geta því nýst fræðsluyfirvöldum um allt land sem og Skólastjórafélagi Íslands til að skipuleggja markvissari stuðning við skólastjóra.

 • Útdráttur er á ensku

  The conditions in which principals work have changed drastically over the past decade. Everything concerning the role of principals has become more complex, and the demands of the job continue to increase. These changes, in addition to a heavier workload and amplified stressors, have increased the need for support new and experienced principals. The main purpose of this thesis was to study the support of compulsory principals in Iceland, that is the support they received when they started their careers, the kind of support they now receive, and their needs for support on the job.
  Constructive support is vital for principals, both in the beginning as well later in their career. In Iceland, no quantitative study has yet been conducted regarding what principals think about the support they get and what kind of support they need and prefer. With this study, new information and a new understandings and knowledge about support of principals in Iceland is provided. This knowledge and understanding can be utilized by education district offices, the Union of Principals, and the principals themselves, for policy making and actions regarding provisions for support.
  A questionnaire was developed to collect the necessary data. It was sent to all compulsory school in Iceland, 174 in total, and the response rate was 67%. The survey was conducted with SurveyMonkey software, and the findings analysed in Excel and SPSS.
  The main findings of the study show that the majority of the principals is rather dissatisfied with the support they received in the beginning years as principals, and only 32% are content with the support they get now. Most of the principals reported that most of their support came from family members or from a friend. This finding applied for both the beginning of their career as well as for now. Nearly all the principals, 95%, agreed upon the importance of getting support in their role as principals. In addition, they maintained that the support should primarily be provided by educational district offices. The study also revealed that the kind of support principals need the most was related to managing difficult staff problems and policy-making.
  The response rate in this study can be seen as quite good and the distribution of answers was alike from different parts of the country. Therefore, the findings can be seen as providing useful insights regarding support of compulsory principals in general, that is the support they receive and the support they need. Key support providers, such as educational district offices and the Union of Principals, can utilize these findings to develop and further enhance support for principals in all parts of the country.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed ritgerð Stuðningur við skólastjóra Sigurbjörg Róbertsdóttir.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Sigurbjörg.pdf210.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF