is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34193

Titill: 
  • ,,Þetta snýst bara um að taka þátt í þessum leik'' : framsetning sjálfsins á Instagram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á samfélagsmiðlum hefur skapast nýr vettvangur fyrir sköpun sjálfsmyndar frammi fyrir augum almennings. Umfjöllunarefni ritgerðar minnar er hvernig ungt fólk myndar og birtir sjálf sitt á samfélagsmiðlum eins og Instagram og hvaða áhrif það hefur á sjálfsmyndina. Notast var við kenningar um sjálfið auk þess sem kenningar um táknræn samskipti (e. symbolic interactionism) voru skoðaðar. Þar er helst að nefna kenningar Erving Goffman um leikræna framsetningu sjálfsins í daglegu lífi og kenningu hans um áhrifastjórnun (e. impression management) auk kenninga George Herbert Mead um Me og I. Hugtök eins og aðalsvið, baksvið, leikari, áhorfendur og hlutverk eru yfirfærð yfir á daglegt líf fólks og notuð til að lýsa samskiptum á samfélagsmiðlum. Framkvæmd var blönduð rannsókn þar sem notast var við bæði megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð. Megindlegi hluti rannsóknarinnar fól í sér þemagreiningu á tíu Instagram reikningum þar sem myndirnar voru flokkaðar samkvæmt magnbundinni innihaldsgreiningu. Seinni hluti rannsóknarinnar var eigindlegur þar sem tekin voru tvö hálfopin viðtöl. Helstu niðurstöður benda til þess að Instagram hafi mikil áhrif á framsetningu sjálfsins og myndun sjálfsmyndar hjá ungu fólki. Mikil pressa virðist vera frá samfélaginu til að haga sér á ákveðinn hátt og að líta vel út. Þá grípa einstaklingar m.a. til þess ráðs að beita áhrifastjórnun til að hafa stjórn á ímynd sinni út á við. Á miðlinum má finna bæði aðalsvið og baksvið þar sem gilda óskrifaðar reglur um hvað sé við hæfi og hvað ekki. Þetta skapar ákveðið handrit félagslegra samskipta sem stýrir allri hegðun notenda á Instagram og mótar samfélagsleg viðhorf til einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Arna Guðnadóttir.pdf64.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Arna Guðnadóttir BA ritgerð.pdf539.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna