is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34195

Titill: 
  • Möguleikar barna í fátækt til tómstunda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um fátækt barna út frá réttindum þeirra og möguleikum til tómstunda. Farið er yfir helstu þætti fátæktar og hvernig hún getur haft áhrif á börn. Fjallað er um Barnasáttmálann og fátækt almennt skilgreind út frá hugtökum sem henni tengjast. Möguleikar barna í fátækt til tómstunda eru skoðaðir og fjallað um hvernig staða foreldra getur haft áhrif á fátækt barna. Markmiðið með ritgerðinni er að kanna möguleika barna sem búa við fátækt til að stunda tómstundir. Voru þessi þættir skoðaðir með tilliti til þess hverjir búa við fátækt og einnig hver réttindi barna eru. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að börnum sem búa við fátækt sé ekki tryggt velferðaröryggi. Það samræmist ekki Barnasáttmálanum. Þessi börn hafa því þau takmarkaða getu til að taka þátt í samfélaginu. Þau eiga oft erfiðara með að taka þátt í tómstundum og með að búa yfir góðum félagsauð. Fátækt barna hefur aukist undanfarin ár á Íslandi en lífskjör barna eru almennt góð hér á landi. Fátækt getur haft neikvæð áhrif á börn, bæði á líkamlega og andlega heilsu og á framtíð þeirra en verndandi þættir geta komið í veg fyrir það.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Bryndís Þóra.pdf290,69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Bryndís Þóra.pdf175,35 kBLokaðurYfirlýsingPDF