is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34197

Titill: 
  • Hvernig get ég stuðlað að betri málþroska með barninu mínu? : greinargerð með bækling um málþroska leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta var unnið til B.A. prófs við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Skýrslan er fræðileg greinargerð með bæklingi sem er hannaður til þess að gefa foreldrum barna sem greinast með málþroskaröskun betri upplýsingar um hvað sé í boði og hvað sé hægt að gera til þess að auka málþroska barna sinna. Bæklingurinn er hugsaður fyrir foreldra barna á leikskólaaldri til þess að skoða það fjölbreytta efnisem gefið hefur verið út af fagaðilum með það í huga að bæta málþroska og auka málörvun barna. Efnið er skemmtilegt og spennandi og vil ég sýna fram á hvað foreldrar geta gert margt sjálfir til að vinna með málörvun barna sinna. Í greinargerðinni verður komið inn á mikilvægi þess að grípa inn í strax ef upp koma áhyggjur um málvanda, einnig verður komið inn á hvað snemmtæk íhlutun er nauðsynleg og að
    málþroskaröskun leynist víða. Bæklingurinn sýnir fram á að hægt er að vinna með og draga úr frekari vanda með snemmtækri íhlutun og varpar einnig ljósi á það hvaða úrræði eru í boði fyrir börn sem búsett eru á landsbyggðinni en markhópurinn eru foreldrar sem búa á landsbygginni þar sem ekki eru til staðar sérfræðingar á þessu sviði eins og talmeinafræðingur.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bæklingur-BA-verkefni PDF.pdf1.21 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna
Greinagerð- BA -Guðrún-María-Guðbjörnsdóttir.pdf345.92 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - BA.pdf431.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF