Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34199
Með auknum ótta um öryggi barna í flóknara samfélagi, auk þeirrar miklu tæknivæðingar sem hefur átt sér stað á síðustu áratugum, hafa tæki líkt og snjallúr ætluð börnum litið dagsins ljós. Gera slík tæki foreldrum og öðrum forsjáraðilum kleift að fylgjast með börnum sínum úr fjarska. Slíkt eftirlit getur þó bæði reynst mikið og ágengt þar sem eiginleikar snjallúra bjóða upp á harðara og nákvæmara eftirlit en áður hefur tíðkast. Í þessari ritgerð verða þessi áhrif snjallúra á réttindi og leikfrelsi barna könnuð, en þetta efni hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hérlendis. Ritgerðin er eigindleg rannsóknarritgerð þar sem gögnum var safnað með viðtölum við foreldra barna sem notast við snjallúr ætluð börnum, ásamt fræðilegum heimildum tengdum efni ritgerðarinnar. Virðast snjallúr brjóta á réttindum barna þar sem úrin tryggja börnum ekki friðhelgi né öryggi og gæta þess ekki að tryggð séu réttindi notandans. Auk þess má álykta að snjallúrin dragi úr frjálsum leik barna sökum mikils eftirlits þrátt fyrir að foreldrar telji úrin bjóða upp á meira frelsi. Með þessari ritgerð er reynt að benda á mikilvægi þess að fólk kynni sér vel þær vörur sem það hyggst nota í uppeldi barna sinna og sé meðvitað um þær áhættur sem geta fylgt þeim, auk þess að vekja athygli á mikilvægi réttinda og leikfrelsi barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Leyfðu börnunum að leika frjáls%22 áhrif snjallúra á réttindi og leikfrelsi barna .pdf | 375,12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
upplýst samþykki.pdf | 65,61 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
yfirlýsing .pdf | 112,59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |