is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3420

Titill: 
  • Kerfi sýklódextrína og fituefna úr þorskalýsi. Áhrif fjölliða, frostþurrkun, töflusláttur og geymsluþolspróf
  • Titill er á ensku Systems made of cyclodextrins and lipids from cod liver oil. Polymer addition, freeze-drying, tablet compression and stability tests
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þorskalýsi er ríkt af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum á formi þríglýseríða. Í mestu magni eru dokósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA). Þær eru mjög líffræðilega virkar en líkaminn getur ekki nýmyndað þær og því þurfa þær að koma úr fæðu manna. Ótal rannsóknir benda til heilsubætandi áhrifa aukinnar neyslu fitusýranna, m.a. í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma, bólgusjúkdóma og geðsjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt fram á að langar, fjölómettaðar fitusýrur á fríu formi hafi örveruhemjandi áhrif og því bendir margt til að hægt sé að nota fríar fitusýrur úr þorskalýsi í þeim tilgangi. Sýklódextrín eru hringlaga fásykrur sem hafa þann eiginleika að mynda vatnsleysanlegar fléttur með torleysanlegum lyfjaefnum. Notkun þeirra felur gjarnan í sér að auka vatnsleysanleika, stöðugleika og aðgengi lyfja. Rannsóknarhópur í Frakklandi greindi fyrir skömmu frá nýstárlegu kerfi úr sojaolíu og sýklódextrínum, þar sem sojaolían dreifist líklega í örhólf sem umlukin eru matrixu af sýklódextrínum. Við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands hafa svipuð kerfi verið rannsökuð síðustu misseri, nema að í stað sojaolíu hefur verið notast við þorskalýsi. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif fjölliða á kerfi úr sýklódextrínum, þorskalýsi og fríum fitusýrum unnum úr þorskalýsi með tilliti til myndunar dreifu og/eða fleytu efnanna í vatni, sem og að rannsaka notkun slíkra kerfa í lyfjaform. Helstu niðurstöður voru þær að fjölliður höfðu misjöfn áhrif á kerfin. Ein þeirra stöðgaði kerfin umfram aðrar en það var natríumsalt af karboxýmetýlsellulósa. Kerfi, sem innihéldu þá fjölliðu voru alla jafna líklegri til að mynda einfasa dreift kerfi og jafnframt botnféllu þau síður. Kerfin voru frostþurrkuð og úr þurrduftinu mátti beinslá einsleitar, fallegar töflur með góða hörku og hátt innihald fituefna úr þorskalýsi, eða yfir 40%. Niðurstöðurnar gefa tilefni til frekari rannsókna á því, hvort kerfin geti nýst til að auka aðgengi efna með lélegan vatnsleysanleika.

Samþykkt: 
  • 29.4.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan_Hakonarson_fixed.pdf3 MBLokaðurHeildartextiPDF