is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34200

Titill: 
  • Áhrif málþroskaröskunar á líf unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með málþroskaröskun er átt við þegar einstaklingar fylgja ekki aldursbundnum viðmiðum í málþroska. Málþroskaröskun hefur verið bendluð við ýmsa erfiðleika sem m.a. varða árangur í námi og félagslegan ávinning. Unglingsár eru oft talin viðkvæmt tímabil í lífi einstaklinga m.a. vegna þeirra miklu þroskabreytinga sem eiga sér stað á þeim tíma. Markmiðið með þessu verkefni er að skoða hvort málþroskaröskun geti haft áhrif á líf einstaklinga á tímabili unglingsára og ef svo er, með hvaða hætti. Fjallað verður um helstu einkenni málþroskaröskunar og skoðað hvort og hvernig hún hafi áhrif á hina ýmsu þætti sem skipta miklu máli í lífi unglinga, m.a. námshæfni, félagslega færni og andlega líðan. Í ljós kom að áhrifin geta haft mismikil áhrif og veltur það á ýmsum breytum eins og hversu mikil röskunin er, hvort unglingurinn hafi sterkt bakland o.s.frv. Stuðningur og íhlutanir frá fagaðilum, m.a. talmeinafræðingum skiptir miklu máli og getur haft áhrif á að unglingum farnist betur í félagslegum aðstæðum. Betri samskiptahættir geta einnig leitt til ýmissa annarra jákvæðra þátta í lífi unglinga, m.a. að sjálfsmat þeirra eykst, kvíði minnkar og námsfærni styrkist. Efni ritgerðarinnar varpar ljósi á þau miklu áhrif sem málþroskaröskun getur haft á líf unglinga og sýnir jafnframt fram á mikilvægi þess að áhersla sé lögð á íhlutanir frá fagaðilum fyrir þennan hóp.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð síðustu skil-8.5.2019.pdf525.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-tilbúin.pdf88.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF