is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34201

Titill: 
  • Tengsl kynferðisofbeldis og sjálfskaðahegðunar unglingsstúlkna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynferðisofbeldi er stór vandi í samfélaginu og afleiðingar þess geta verið gríðarlega alvarlegar fyrir þolanda. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða tengsl milli kynferðisofbeldis og sjálfskaðandi hegðunar unglingsstúlkna og ásamt því að fjalla um hvaða úrræði eru í boði fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ritgerðinni er skipt upp í kafla þar sem farið er yfir sjálfskaðandi hegðun, kynferðisofbeldi og þau úrræði sem eru í boði fyrir unglingsstúlkur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og stunda sjálfskaðandi hegðun. Við vinnslu verkefnisins var fræðilegum heimildum safnað og notast við rannsóknargögn úr alþjóðlegu rannsókninni Health Behaviours in School-Aged Children (HBSC). Með HBSC gögnum og fræðilegum heimildum kemur fram að þær stúlkur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru þær sem upplifa hvað mesta depurð og greina 45% stúlka frá því að upplifa depurð hér um bil daglega. Mikilvægt er að skoða betur tengsl sjálfskaðahegðunar og kynferðisofbeldis með langtímagögnum. Niðurstöðurnar benda til þess að það sé mikilvægt er að veita ungum stúlkum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi stuðning og eftirfylgni til þess að vinna úr áfallinu og draga úr líkum á depurð, kvíða, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl kynferðisofbeldis og sjálfskaðahegðunar unglingsstúlkna-Íris Bjarnadóttir-Sæunn Heiða2.pdf353.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing lokaverkefni.pdf159.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF