is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34202

Titill: 
  • Hlutverk kynja í unglingamyndum sem Netflix framleiðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um kynhlutverk í kvikmyndum sem streymisveitan Netflix framleiðir. Áhersla er lögð á unglingamyndir þar sem ungmenni er hópur fólks sem er áhrifagjarn og sækist mikið í kvikmyndir. Rannsóknarspurning sem verður leitast eftir að svara er: Hverjar eru birtingarmyndir kynhlutverka í unglingamyndum sem Netflix framleiðir? Kvenleiki og karlmennska verða greind ítarlega og borið saman við fræðileg hugtök sem fræðimennirnir Raewyn Connell, Mimi Schipper og Ingólfur Á. Jóhannesson hafa sett fram. Einnig verður athugað hvort að kvikmyndirnar standist hið þekkta Bechdel-próf. Kvikmyndirnar sem urðu fyrir valinu eru: Sierra Burgess is a Loser (2018), #realityhigh (2017), Alex Strangelove (2018), Dude (2018) og To All the Boys I've Loved Before (2018).
    Helstu niðurstöður eru þær að kvikmyndirnar sýna staðlaðar ímyndir af kynhlutverkum á borð við ríkjandi karlmennsku og styðjandi kvenleika. Mengandi kvenleiki var einnig áberandi þar sem kvenmannsímyndinni var ögrað og ímynd karla var íhaldssöm og á tímum skaðleg. Á Bechdel prófi féll ein kvikmyndin og var það Alex Strangelove. Niðurstöður mínar gefa innsýn á vandamál kvikmynda sem ungmenni eru að horfa á í dag.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.pdf154.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_JennaKartínKri.pdf605.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna