is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34206

Titill: 
  • Áskoranir í lífi innflytjendabarna : afleiðingar fyrir félagslega stöðu og líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um félagslega stöðu og líðan innflytjendabarna. Rýnt verður í helstu áskoranir sem þau standa frammi fyrir í nýju samfélagi og afleiðingar þeirra fyrir félagslega stöðu og líðan. Tilefni er til þess að skoða stöðu þessara barna og hvaða þættir hafa áhrif á hana, sér í lagi sökum vaxandi fjölda þeirra hérlendis. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á helstu áskoranir sem innflytjendabörn standa frammi fyrir í þeirri von um að finna viðeigandi úrræði til þess að bæta félagslega stöðu þeirra og líðan. Stuðst er við niðurstöður bæði íslenskra og erlendra rannsókna um efnið. Fjallað er um foreldra, vini og skólakerfið sem mikilvæga áhrifaþætti í aðlögunarferli innflytjendabarna. Sjónum er einnig beint að mikilvægi félagslegs stuðnings og styrkingu sjálfsmyndar til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og vanlíðan. Niðurstöður leiddu í ljós að helstu áskoranirnar sem hafa áhrif á börn af erlendum uppruna voru tungumálaörðuleikar og of lítill félagslegur stuðningur. Þær benda því til þess að það þurfi að leggja áherslu á félagslegan stuðning, og vinatengsl. Þær leiðir sem voru skoðaðar sem möguleg úrræði voru, bættur stuðningur innan skólakerfisins og leiðir til þess að virkja börnin betur til félagslegrar þátttöku.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áskoranir í lífi innflytjendabarna.pdf371,2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing2.pdf170,49 kBLokaðurYfirlýsingPDF