Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34208
Ritgerð þessi er hefbundin rannsóknarritgerð þar sem aflað var og stuðst við fræðilegar heimildir þar sem leitað var eftir niðurstöðu um hvernig alkóhólismi foreldra hefur áhrif á uppeldi barna. Þegar börn alast upp við að foreldrar eigi við áfengissýki að stríða eða öðrum orðum alast upp við eða með alkahólisma getur það haft langvarandi áhrif á bæði líkamlegu og andlegu heilsu þeirra. Bein tenging er á milli hæfni foreldra til að sjá um börnin sín og áfengisneyslu. Foreldrarnir eru óhæfir til að sjá um grundvallarþarfir barna sinna og getur það leitt til vitsmunalegra-, tilfinningalegra-, hegðunar- og geðheilbrigðisvandamála sem getur fylgt þeim alla ævi. Daglegt líf verður ruglandi og ríkir óvissa hjá barninu nær allan tímann. Það er enginn rútína og börnin eru að kljást við mikið tilfinningaálag vegna stress og óskipulags. Það er því ávinningur fyrir foreldrana, börnin og fjölskyldu þeirra að fá faglega aðstoð í tæka tíð svo skaðinn sem áfengisneysla getur ollið verður sem minnst.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| 2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 39,75 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
| Hvada_ahrif_-hefur_thad_a_born_ad_alast_upp_hja_foreldrum_sem_glima_vid_alkoholisma_-_rez1 (1).pdf | 1,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |