is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34209

Titill: 
  • Hin fullkomna móðir? : ríkjandi viðmið og þungar kröfur : óformlegar umfjallanir áhrifavaldamæðra um mæðrun á opinberum vettvangi og óraunhæfar væntingar hversdagsmæðra um fullkomnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hina fullkomnu móður, eða raunar leitina að henni. Skoðaðar eru fyrirliggjandi heimildir sem varpa ljósi á hugmyndir um mæður í sögulegu ljósi fram til dagsins í dag. Hér verður stuðst við félagslega samanburðarkenningu Festingers, og út frá sjónarhorni femínískra fræða skoðað hvernig samfélagsleg viðmið og kröfur endurspeglast í óformlegum umfjöllunum á samfélagsmiðlum og leitast við að svara því hvernig hversdagsmæður kunna að verða fyrir áhrifum af umfjöllunum áhrifavaldamæðra sem deila lífi sínu í máli og myndum á samfélagsmiðlum. Með augum Festingers verður skoðað hvernig ríkjandi viðmið, kröfur og væntingar speglast aftur til áhrifavaldamæðra, þeirra sem á samfélagsmiðlum áttu mögulega þátt í að móta og styrkja ríkjandi viðmið, sem jafnvel stigmagnast með stríðum straumi óformlegra umfjallana frá sívaxandi hópi áhrifavaldamæðra. Hér fléttast því saman þungar kröfur og viðmið samfélagsins til hversdagsmæðra við samanburð og áhrif áhrifavaldamæðra. Krafan um hina fullkomnu móður birtist víða og ekki síst í umfjöllun þekktra mæðra í samfélaginu. Sem reyndar mögulega, þegar upp er staðið og á bak við skjáinn, eru einnig mannlegar hversdagsmæður.
    Lykilhugtök: Mæðrun, hversdagsmóðir, áhrifavaldamóðir, kynjahlutverk, áköf mæðrun

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
útfylltYfirlýsingSG.pdf171.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-ritgerð_lokaútgáfaSG19.pdf520.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna