is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3421

Titill: 
  • Eru þeir nokkuð þar? Innflytjendur og möguleikar þeirra innan pólitíska vettvangsins á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á aðgengi og þátttöku innflytjenda á pólitíska vettvanginum á Íslandi. Til þess að ná heildarmyndinni yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á þjóðríkjum heims samfara auknum hnattrænum búferlaflutningum, er nokkuð viðamikil umfjöllun um kenningar því tengdu. Reynt var að koma auga á ósýnilegar hindranir sem líklegar væru til að takmarka þátttöku þeirra þar og stuðst við kenningar Pierre Bourdieu um félagslegan vettvang. Rannsóknin er unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem gagnasöfnun fer að mestu leyti fram með opnum djúpviðtölum og vettvangsathugunum. Aðferðafræðin sem notuð er við úrvinnslu gagna byggir á nálgun grundaðrar kenningar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjá megi ýmsar hindranir sem fara saman við hugmyndir Bourdieu um þann þátt sem habitus hvers einstaklings hefur á félagslegan auð hans. Skortur á ákveðinni samfélagslegri þekkingu sem tengist stjórnmálalegu landslagi á Íslandi gegnum tíðina ásamt takmörkuðum tungumálsauði veldur því að innflytjendur standa höllum fæti á formlega pólitíska vettvanginum í samanburði við heimamenn. Fyrir atbeina þeirra sjálfra tekst innflytjendum samt sem áður að nýta sér óformlegan pólitískan vettvang til þess að koma hagsmunum sínum á framfæri og fá þá viðurkennda.

Samþykkt: 
  • 12.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudlaug_Bjornsdottir_fixed.pdf565.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna