is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34211

Titill: 
  • Mikilvægi tengslamyndunar : áhrif öruggra tengsla á áhættuhegðun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar, þá sérstaklega athygli foreldra og annarra umönnunaraðila á mikilvægi þess að verja tíma með börnunum og mynda sterk tengsl við þau. Áhersla er lögð á að skoða örugga tengslamyndun sem verndandi þátt gegn áhættuhegðun unglinga. Fjallað verður um mikilvægi öruggrar tengslamyndunar auk þess að skoða hvernig tengslin myndast og hvaða leiða foreldrar geta leitað til þess að rækta góð tengsl við börnin sín. Tengslakenningar verða kynntar auk kenningar um félagslegt taumhald og uppeldisaðferðir sem reynst hafa vænlegar við uppeldi barna og unglinga. Leitast er við að svara spurningunum: Hvers vegna er tengslamyndun foreldra og barna mikilvæg? Hver eru áhrif tengslamyndunar á áhættuhegðun unglinga? Niðurstöður benda allar til þess að örugg tengslamyndun barns og foreldris í æsku sé verndanandi þáttur þess að unglingar taki þátt í áhættuhegðun. Að auki benda niðurstöður á að þau börn sem búa að öruggri tengslamyndun vegni vel í framtíðinni, séu tilfinningalega stöðugri og eiga auðveldari með tengsl og samskipti á fullorðingsárum. Það þykir því ljóst að mikilvægi öruggrar tengslamyndunar í æsku getur skipt miklu máli fyrir framtíð einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð_SandraLindStefánsdóttir_LOKAÚTGÁFA2.pdf368.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-2.pdf114.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF