is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34212

Titill: 
  • Áhrif hjónaskilnaðar á velferð barna og andlega heilsu þeirra : leiðir til lausna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún er fræðileg heimildaritgerð og í henni verður leitast við að kanna áhrif skilnaðar foreldra á börn og hvað er börnunum fyrir bestu eftir að skilnaðurinn á sér stað. Fjallað verður um hvernig er hægt að koma í veg fyrir að áhrifin hafi einungis neikvæðar afleiðingar á börn og hvað stuðningur og eftirfylgni skipta miklu máli.
    Rannsóknir hafa sýnt að hjónaskilnaður getur haft neikvæð áhrif á börn. Skilnaðarbörn eru þeim mun líklegri til þess að glíma við félagslegan eða sálrænan vanda, einnig getur skilnaðurinn haft áhrif á námsárangur þeirra og það geta komið upp margs konar hegðunarvandamál. Það er ekki einungis skilnaðinum að kenna að börnin glíma við vandamál seinna meir heldur benda rannsóknir til þess að þau vandamál sem koma upp hjá skilnaðarbörnum megi rekja til ósætti foreldra meðan á sambúð stóð og deilna meðan á skilnaðinum stendur. Börnin geta gleymst í þessum erfiðleikum því foreldrarnir eru sjálfir að glíma við þá tilfinningalega séð. Það er mjög mikilvægt að foreldrar gæta þess að börnin finna sem minnst fyrir breytingum á högum sínum eftir skilnaðinn þegar kemur að því að umgangast báða foreldrana og þá sérstaklega þegar myndað er til stjúpfjölskyldu. Rannsóknir benda til þess að hægt sé að koma í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif ef foreldrar vinna vel saman og eru sáttir á meðan skilnaðurinn gengur yfir. Foreldrar eiga að hafa velferð og hagsmuni barna sinna í forgangi þegar áfall líkt og skilnaður á sér stað í fjölskyldunni því það getur dregið úr neikvæðum áhrifum sem skilnaður getur haft á börn og ungmenni og auðveldað þeim að takast á við og aðlagast þessum breytinum. Foreldrar eiga að leggja sín deilumál til hliðar og tala aldrei illa um hitt foreldrið í návist barna sinna. Þannig er hægt að ná góðri samvinnu beggja foreldra með því að framfylgja reglulegum umgengnisirétti og jafnvel hafa sameiginlega forsjá yfir barninu, en það er það besta í stöðunni fyrir barnið.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif hjónaskilnaðar á velferð barna - Lokaskil.pdf258.35 kBLokaður til...10.05.2021HeildartextiPDF
Yfirlýsing - Sandra.pdf56.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF