Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34213
Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig hlutfall á milli kynja og hlutverk kynjanna birtast í barnaefni. Lögð verður áhersla á að skoða hvaða skilaboð framleiðendur og samfélagið er að senda börnum um staðalmyndir kynjanna með birtingamynd kynja í barnaefni. Ritgerðin byggist að hluta til á erlendum rannsóknum en einnig er notast við eigindlega rannsóknaraðferð og fyrirliggjandi gögn þemagreind. Rannsakandi mun þannig velja hluta af því barnaefni sem er vinsælt á Íslandi í dag og greina það með tilliti til fjölda persóna af hvoru kyni og hegðun, útliti og hlutverki innan efnisins eftir kyni. Einnig verður rætt við dagskrárfulltrúa hjá íslenskri sjónvarpsstöð í opnu viðtali til þess að gefa betri mynd af því hvernig þessi mál blasa við þeim, hvort að þau séu meðvituð um skökk kynjahlutföll og birtingarmynd kynja í barnaefni sem þau bera ábyrgð á fyrir hönd ríkisstöðvar og hvort að eitthvað svigrúm og/eða áhugi sé til staðar til þess að gera betur.
Kyngervismótun barna hefst á unga aldri og spilar barnaefni stórt hlutverk í þeirri mótun. Kvenkyns persónur hafa í gegnum tíðina ekki fengið eins veigamikil hlutverk og karlkyns persónur í barnaefni ásamt því að barnaefni hefur verið litað af staðalímyndum. Skoðað verður hvort að eitthvað hafi breyst í gegnum tíðina frá því að rannsóknir hófust um 1970 eða hvort við stöndum ennþá á sama stað. Karlafræðingurinn Connel kom fyrstur fram með hugtökin ríkjandi karlmennska og styðjandi kvenleiki sem ég mun skoða í samhengi við birtingarmyndir kynjanna í barnaefni. Þættirnir sem einblínt verður á eru Hvolpasveitin, Úmísúmí, Doddi litli og Eyrnastór, Mörgæsirnar frá Madagascar ásamt Blíðu og Blæ.
Lykilorð: barnaefni, kyngervi, kynjahlutverk, kvenleiki, karlmennska
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandra_BA_lokaskil.pdf | 693.87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_sandrasilfa.pdf | 344.81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |