is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34214

Titill: 
  • "Ég er alveg confused" : úttekt á aðgengi fatlaðs fólks að heimasíðum sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A prófs í Þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin byggir á úttekt á aðgengi fatlaðs fólks að heimasíðum þriggja sveitarfélaga. Úttektin var unnin í samstarfi við Þroskahjálp. Markmið með úttektinni var að hafa samráð við fjóra nemendur í starfstengdu diplómanámi við Háskóla Íslands, til að gera notendaprófanir í formi verkefnalista til að gera athugun á því hvaða hindrunum fatlað fólk mætir við upplýsingaöflun á heimasíðum sveitarfélaga.
    Valdar voru þrjár heimasíður sveitarfélaga. Ákveðið var að taka tvö af stærstu sveitarfélögum landsins, Akureyri og Reykjavík sem þjónusta mikinn fjölda fólks. Akranes var valið af handahófi sem nágranna sveitarfélag Reykjavíkur.
    Niðurstöður úttektarinnar leiddu enn fremur í ljós að ýmislegt væri hægt að bæta. Meðal annars mætti auðvelda fötluðu fólki aðgengi á heimasíðum með því að hafa hlekki á upphafssíðum og sýnilegan talgervil. Þá þyrfti einnig að hafa hnappa til að stækka og minnka letur og aðra hnappa sem vísa beint í þau mál er þau varða. Fatlað fólk á líka að eiga kost á að nálgast upplýsingar á fjölbreyttu formi sem hæfir hverjum og einum. Úttektin leiddi í ljós að heimsíðum fer fjölgandi þar sem þessir þættir koma ágætlega fram en vöntun er samt sem áður á því að aðgengi sé ásættanlegt.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaskjal.pdf490.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverk yfirlýs2.pdf255.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF