is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34215

Titill: 
  • Einstaklingsmiðaðar námskrár á grundvelli styrkleika nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólarnir á Íslandi vinna eftir menntastefnunni skóli án aðgreiningar. Þar á að mæta náms- og félagslegum þörfum allra barna og er það skylda skólanna. Eins og fram kemur í 11. grein í reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskólum (nr. 585/2010) þarf að útbúa rökstudda einstaklingsnámskrá fyrir hvern og einn nemanda, byggða á upplýsingum um heildaraðstæður nemenda og könnun og mati á stöðu hans í þroska og námi. Markmiðið með þessu verkefni er að auka við þekkingu okkar, á aðferðum sem notaðar eru við gerð einstaklingmiðaðrar áætlanagerðar í grunnskólum, og hvort verið sé að taka mið af styrkleikum nemenda þegar þeirra einstaklingsnámskrá er búin til. Tvær aðferðir sem notaðar eru við gerð einstaklingsáætlana fyrir nemendur með sérþarfir verða skoðaðar og kannað hvort þær geti nýst við gerð einstaklingsnámskrár. Einnig verður fjallað um hugmyndafræðina á bak við aðferðirnar. Annað verklagið byggir á MAPS aðferðinni en hitt á tengslaskilningi á fötlunarfræði og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga. Báðar þessar aðferðir eru einstaklingsmiðaðar og byggja á góðri teymisvinnu. Fengnir voru tveir þroskaþjálfar úr sitthvorum skólanum til að miðla þeirra aðferðum við gerð einstaklingsmiðaðrar áætlanagerðar og árangrinum af því verklagi. Athugunin leiddi í ljós að gerðar eru einstaklingsáætlanir í skólum þar sem styrkleikar einstaklinga eru settir inn. Í einstaklingsnámskrá eru markmið aðalnámskrár aðlöguð að einstaklingnum en mannekla og fjárskortur í skólakerfinu kemur í veg fyrir að hægt sé að sinna hverjum einstaklingi styrkleikamiðað.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil 1- Einstaklingsmiðaðar námskrár á grundvelli styrkleika nemenda (lok) (2).pdf667.41 kBLokaður til...21.05.2020HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf1.58 MBLokaðurYfirlýsingPDF