is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3422

Titill: 
 • Fyrirtækjamenning: Batteríið - arkitektar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er fyrirtækjamenning Batterísins – arkitektar viðfangsefnið. Markmiðið með rannsókninni var að fá mynd af menningunni, styrk- og veikleikum hennar og koma með tillögur til stjórnanda hvernig styrkja megi hana. Einnig var leitað tengsla milli menningarinnar og árangurs fyrirtækisins. Margir fræðimenn hafa skrifað um fyrirtækjamenningu en hér var aðallega stuðst við kenningar Edgar H. Schein, Terence Deal, Allan Kennedy og Daniel R. Denison.
  Spurningalisti Denison var lagður fyrir alla starfsmenn og var svarhlutfallið 100%. Niðurstöður sýndu styrkleika menningarinnar í þremur af fjórum menningarvíddum Denison. Helsti styrkleiki menningarinnar liggur í víddinni þátttaka en styrkur í þeirri vídd bendir til þess að fyrirtækið veiti starfsfólki sínu umboð til athafna og byggi upp hæfni þeirra. Einnig bendir hún til að ákvörðunarvaldi sé dreift og unnið sé í teymum. Helstu veikleika menningarinnar er að finna í víddinni samræmi og felast þeir í stjórnun, samhæfingu og samþættingu innan fyrirtækisins. Skýringa á veikleikanum gæti verið að finna í sögu fyrirtækisins. Mikill vöxtur þess síðastliðin fjögur ár hefur kallað á dreifingu ábyrgðar og breytta stjórnunarhætti. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki náð að fylgja þessum hraða eftir þrátt fyrir góðan vilja. Aðferð Denison gerði rannsakanda kleift að leita tengsla milli menningarinnar og árangurs fyrirtækisins. Tengsl fundust milli allra menningarvídda og þriggja árangursþátta. Af menningarvíddunum fjórum hafði víddin markmið tengsl við flesta árangursþætti sem mældir voru.
  Eigindlegum aðferðum var beitt til þess að fá betri skilning á fyrirtækjamenningunni og þeim undirliggjandi hugmyndum sem liggja í kjarna hennar. Niðurstöður sýna að áberandi þættir í menningu Batterísins eru góður starfsandi þar sem léttleiki og húmor svífur yfir vötnum. Starfsumhverfi er sveigjanlegt og fjölskylduvænt og vel er búið að starfsfólki. Megingildi fyrirtækisins snúa að fagmennsku og góðri hönnun.
  Til að styrkja menninguna þurfa stjórnendur að huga að innra samræmi og samþættingu. Endurskoða þarf stjórnskipan og verkaskiptingu og skýra ábyrgðarsvið hvers og eins til að tryggja að hlúð sé að þeim þáttum sem tryggja að markmið og stefna fyrirtækisins nái fram að ganga.

Samþykkt: 
 • 12.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerdur_Petursd_fixed.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna