is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34220

Titill: 
  • Búseta fatlaðs fólks : fyrr og nú : horft til Skagafjarðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þróun búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Fjallað er um yfir þróun lagasetninga í málefnum fatlaðs fólks frá fyrstu lögum er snúa að fötluðu fólki sem sett voru á Alþingi 1936. Einnig er fjallað um hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi á hverjum tíma. Markmið ritgerðarinnar er að skoða með hvaða hætti búsetuþjónusta hefur breyst frá fyrri tímum til dagsins í dag. Í ritgerðinni er horft heim í Skagafjörð og skoðuð þróun búsetuþjónustu á svæðinu og framtíðarsýn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í búsetumálum fatlaðs fólks skoðuð. Einnig er sjónum beint að hugmyndafræði sem unnið er eftir á þjónustusvæði sveitarfélagsins í dag. Gagna var aflað úr bókum, fræðiritum, heimasíðum og með einu viðtali. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til að víða hafi verið bágar aðstæður í búsetumálum fyrir fatlað fólk fyrr á tímum en í dag sé litið mun meira til hvers og eins einstaklings og hans þarfa. Þrátt fyrir að svo sé virðist vera langt í land með að fatlað fólk njóti fulls jafnrétti á við aðra samfélagsþegna en fullgilding Íslands á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) og nýju lögin um þjónustu við fatlað fólks með langvarandi stuðningsþarfir (2018) hafa stutt vel undir að réttindi fatlaðs fólks séu virt.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Inga- BA ritgerð.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýs.pdf47.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF