is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34223

Titill: 
  • Atvinnumöguleikar fatlaðs fólks í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er leitast við að svara spurningunni: Hverjir eru atvinnumöguleikar fatlaðs fólks í Reykjavík eftir framhalds- og/eða háskólanám? Verkefnið er byggt upp sem rannsóknarritgerð og notast er við fræðileg gögn og upplýsingar af Internetinu ásamt úrvinnslu úr viðtölum við starfsmann Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og starfsmann Vinnumálastofnunar ásamt öðrum munnlegum heimildum. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til þess að gera fötluðu fólki kleift að stunda atvinnu, skapa fyrir það atvinnutækifæri og veita því greiðan aðgang að starfsráðgjöf og atvinnumiðlun. Þrátt fyrir þessi ákvæði í samningnum er raunveruleiki íslensks fatlaðs fólks sá að aðeins einn þriðji þeirra er með fasta atvinnu. Reykjavíkurborg rekur tvo starfsstaði fyrir fatlað fólk eins og er en áform eru um miklar og nauðsynlegar breytingar hjá borginni. Með þeim breytingum aukast atvinnutækifæri fatlaðs fólks til muna bæði í formi launaðrar vinnu og virkniúrræða. Fjölbreyttari störf verða í boði og vonandi ættu allir að geta fundið starf innan síns áhugasviðs og getu.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni Brynja og Sigrun.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf524.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF