is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34224

Titill: 
  • Mikilvægi þess að geta sagt sögu sína : stafræn sögugerð sem verkfæri til valdeflingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er öllum mikilvægt að geta deilt sögum sín á milli. Fatlað fólk nýtur færri tækifæra til þess, meðal annars vegna félagslegrar stöðu þess og þarfa sem samfélagið hefur ekki verið að mæta. Félagsleg sjónarhorn á fötlun segja okkur að fötlun sé að mörgu leyti aðstæðubundin og háð viðhorfum samfélagsins til fólks sem lifir með skerðingar. Aukinn sýnileiki og persónuleg kynni við fjölbreytileika lífsins eru meðal áhrifaríkustu leiðanna til að draga úr fordómum. Sem jaðarsettur hópur er því sérstaklega mikilvægt fyrir fatlað fólk að geta látið í sér heyra. Stafræn sögugerð er einföld en áhrifamikil leið fyrir einstaklinga til þess að deila sögum á sínum eigin forsendum. Þessi ritgerð fjallar um stafræna sögugerð, notagildi hennar á ýmsum sviðum og aðlögun hennar til þess að verða valdeflandi tjáskiptaform fyrir fólk með þroskahamlanir. Fjallað verður sérstaklega um vinnustofu sem haldin var á vegum Erasmus+ í þeim tilgangi að meta hvort aðlaga mætti aðferðina að þörfum fólks með þroskahömlun. Niðurstöður bentu til þess að aðferðin sé nógu sveigjanleg til þess að aðlaga hana að ólíkum þörfum fólks, meðal annars með tilliti til óhefðbundinna tjáskiptaleiða og tæknikunnáttu. Við teljum stafræna sögugerð því vera aðferð sem getur gefið jaðarsettum hópum færi á að segja sínar sögur og rjúfa þá þöggun sem þeir hafa orðið fyrir.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - loka.pdf491.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf208.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF