is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34225

Titill: 
  • Vandamál staðalímynda er ekki að þær séu ósannar, heldur að þær eru ekki allur sannleikurinn : birtingarmyndir einhverfu í erlendu þáttaröðinni Atypical
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er aðalsögupersónan Sam Gardner í þáttaröðinni Atypical. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða birtingarmyndir einhverfu hjá Sam Gardner sem er með einhverfu. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvort þær birtingarmyndir svari til fræðilegra staðalímynda fötlunar og einhverfu sem birst hafa í kvikmyndum og þáttaröðum. Rannsóknin nýtir sögulega orðræðugreiningu við greiningu birtingarmynda. Fræðilegur bakgrunnur ritgerðarinnar liggur í fötlunarfræði þar sem menningarafurðir, á borð við kvikmyndir og þáttaraðir, eru skoðaðar út frá hugmyndum um fötlun og fatlað fólk í sögulegu samhengi.
    Helstu niðurstöður sýna að birtingarmyndir einhverfu hjá aðalsögupersónunni Sam Gardner eru margskonar. Sjá má hvernig sjónarhorn og hugmyndir um fötlun endurspeglast í þeim veruleika sem Sam býr við og hvernig einkenni einhverfu birtast í félagslegu samspili sögupersónunnar. Birtingarmyndirnar svöruðu ýmist til fræðilegra staðalímynda, voru í andstöðu við þær eða áttu bæði margt sameiginlegt með þeim og voru á sama tíma ólíkar þeim. Gildi rannsóknarinnar felst í mikilvægi þess að fræðasamfélagið sé meðvitað um birtingarmyndir fötlunar í menningarafurðum á borð við kvikmyndir og þáttaraðir en þar verða til staðalímyndir sem móta hugmyndir og viðhorf samfélagsins til fötlunar og fatlaðs fólks.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisabetBjarna_Lokaverkefni_16_mai.pdf553.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Elísabet_Bjarnad.jpg4.44 MBLokaðurYfirlýsingJPG