is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34236

Titill: 
  • Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og fullorðið fólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samskipti eru mikilvæg öllu fólki og á það líka við um fatlað fólk. Réttur fólks til þess að tjá sig er tryggður hér á landi með landslögum og því er mikilvægt að þeir sem á því þurfa að halda fái aðgang að þeim óhefðbundnu tjáskiptaleiðum sem þeim hentar. Í þessari heimildaritgerð er fjallað um hvað óhefðbundin tjáskipti eru og hvaða lög það eru sem tryggja fólki rétt til þess að nota þau. Þróun óhefðbundinna tjáskipta í heiminum er skoðuð í sögulegu ljósi. Einnig er fjallað um mismunandi tegundir tjáskiptaleiða svo sem Bliss, PCS, PECS, tákn með tali, íslenskt táknmál og helstu tjáskiptatæki sem eru í notkun í heiminum í dag. Að lokum eru kostir óhefðbundinna tjáskipta í lífi fullorðins fólks teknir saman til þess að svara rannsóknar-spurningunum um hvað óhefðbundin tjáskipti eru og hvernig óhefðbundnar tjáskiptaleiðir gagnist fullorðnu fólki. Til þess verða notaðar heimildir bæði af internetinu, úr fræðigreinum, viðtali og úr bókum. Niðurstaðan er sú að óhefðbundnar tjáskiptaleiðir gagnast fullorðnu fólki til þess að lifa sjálfstæðu lífi, viðhalda góðu félagslífi og eiga góð samskipti og sambönd við fólkið í lífi sínu.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð MKH.pdf554.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_.pdf76.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF