is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34241

Titill: 
 • Áhrif virknimats og stuðningsáætlana á unglinga með hegðunarvanda
 • Titill er á ensku The effects of Functional Behavioral Assessment (FBA) on adolescents with behavioral problems
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að dýpka þekkingu á virknimati og stuðningsáætlunum og rannsaka hvernig aðferðirnar nýtast með unglingum í námsveri í grunnskóla. Ásamt því að rýna í rannsóknir á virknimati og stuðningsáætlunum var gerð rannsókn í afmörkuðum aðstæðum. Tilgangur hennar var að kanna hvort aðferðir virknimats og stuðningsáætlana hefðu áhrif á námsástundun og hegðun nemenda, jafnvel þótt aðgerðir innan skóla séu ekki samræmdar á milli kennara og foreldra eins og mælt er með alla jafna.
  Megin rannsóknarspurning verkefnis í heild er: Hvernig getur virknimat ásamt einstaklingsmiðuðum stuðningsáætlunum haft jákvæð áhrif á unglinga með hegðunarvanda? Að auki eru tvær eftirfarandi undirspurningar hafðar til hliðsjónar: Hvernig hafa virknimat og stuðningsáætlanir jákvæð áhrif á námsástundun unglinga í námsveri? Hvernig hafa virknimat og stuðningsáætlanir aðrar jákvæðar breytingar í för með sér?
  Unnin var starfendarannsókn þar sem tilgangurinn var að þróa eigið starf í námsveri. Starfendarannsóknin var því tilraun til að endurmeta þær leiðir sem nýttar höfðu verið og til að finna nýjar leiðir í vinnu með unglingum með hegðunar- eða námsvanda í námsveri. Gagnaöflun fór fram með ýmsum hætti. Tekin voru einstaklingsviðtöl við nemendur, virknimat var gert í upphafi ásamt því að stuðst var við skráningar á hegðun.
  Virknimat ásamt stuðningsáætlunum var gert með þremur nemendum en tímabili rannsóknar var skipt upp í tvö tveggja vikna tímabil. Á fyrra tímabili var gert virknimat og gögnum safnað. Seinna tímabilið fór einnig í að safna gögnum en á því tímabili var unnið eftir einstaklingsmiðaðri stuðningsáætlun eftir að ýmsar breytingar höfðu verið gerðar á umhverfi nemendanna og skipulagi náms. Niðurstöður sýndu að vinnuframlag nemenda jókst að jafnaði um 27% að meðaltali í 40 mínútna kennslustund. Inngripum vegna erfiðrar hegðunar fækkaði um 58% að meðaltali í kennslustund. Af þessu má álykta að með því að hanna stuðningsáætlun fyrir nemendur með hegðunarvanda og framfylgja henni, þá ná þeir að sinna námi sínu betur en áður og hafa betri stjórn á hegðun sinni. Niðurstöðurnar benda jafnframt til að hægt sé að nýta virknimat og stuðningsáætlanir með góðum árangri, þó að það sé í afmörkuðum aðstæðum og án samráðs við aðra kennara eða foreldra. Því er vert að nýta virknimat og stuðningsáætlanir með þessum hætti innan veggja grunnskólans þegar unnt er að koma því við.

 • Útdráttur er á ensku

  Functional Behavioral Assessment (FBA) can be used with students with behavior problems. The main goal of this thesis isto deepen the knowledge of Functional Behavior Assessment and support programs, and to research whether and how the methods work with adolscents in a study program. A study was conducted and the purpose of it was to research whether the methods of FBA had an impact on specific situations without
  cooperation between teachers and parents which is usually recommended as well as looking into other researches.
  The main research question of the project is: What effects can FBA have on adolescents with behavioral problems? In addition, the following sub-questions were taken into account: How can FBA have an impact on an adolescent‘s learning in a study program? And: What other changes does FBA bring if any?
  An action research was conducted, the purpose of which was to develop one's own job. The action research was therefore an attempt to re-evaluate the ways in which they had been used and to find new ways of working with adolescents with behavioral and learning difficulties. Data collection took place in various ways. Individual interviews were conducted with students as well as note-taking considering behavior in relation to social settings, students‘ background and notes from both research periods.
  FBA was made with three students, and the research period was divided into two, two week periods. The first period began with collecting data, conducting an assessment, and interviewing the students themselves. The later period contained data collecting as well as working with and making changes in students‘ enviroment and organization of learning environment. The results of the study showed that students‘ learning in each class increased by 27% in average. Interference because of inappropriate behavior decreased by 58% in each class in average. From this we can conclude that by designing a support plan for students with behavioral problems and follow it, they are able to improve their learning and better control their behavior. The results also show that it is possible to use FBA with good results, even if it is in controlled enviroments and without cooperation with other teachers or parents. Thereby it is prefered to use FBA in this way in schools when possible an appropriate.

Samþykkt: 
 • 27.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing.pdf28.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF
M.Ed. Áhrif virknimats og stuðningsáætlana.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna