en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34243

Title: 
  • Title is in Icelandic Að þróa teymisfundi frá sjónarhorni sérkennara
  • Developing team meetings from the perspective of special resource teachers
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Mikið hefur verið skrifað um mikilvægi samstarfs heimilis og skóla en minna hefur verið fjallað um fundi og fundarvenjur út frá starfi sérkennarans og samskipta við foreldra. Góðar fundarvenjur eru mikilvægar í grunnskólum, enda fundir mikilvægur vettvangur samskipta milli heimilis og skóla. Það á ekki síst við um samskipti sérkennara og foreldra barna með sérþarfir sem gjarnan eiga sér stað á teymisfundum.
    Samstarf foreldra við stoðþjónustu skóla er mikilvægur þáttur í farsælli skólagöngu barna. Á teymisfundum myndast persónuleg tengsl milli foreldra og kennara og þar sammælast aðilar um sameiginlega nálgun að verkefnum. Í þessari ritgerð er fjallað um starfendarannsókn sem framkvæmd var skólaárið 2018 – 2019. Í rannsókninni var skoðað hvernig almenn fræði er tengjast fundarsköpum nýttust til þess að þróa og styrkja samstarf foreldra og sérkennara á teymisfundum.
    Fræði um fundi og samstarf voru lögð til grundvallar ásamt því að rýnt var í starfsumhverfi skóla án aðgreiningar og samskipti innan hans. Við öflun gagna í þessari starfendarannsókn var stuðst við rannsóknardagbók, rýnihópaviðtöl og spurningalista. Leitað var álits foreldra og starfsmanna í grunnskóla á fyrirkomulagi varðandi framkvæmd og undirbúning teymisfunda.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að góðar fundarvenjur, sem felast í fyrirfram mótuðu skipulagi, auðveldi framkvæmd og auki skilvirkni teymisfunda í grunnskóla. Upplýsingaflæði eykst ásamt því að þáttur foreldra eflist. Undirbúningsferlið ásamt fundardagskrá mótar samskipti hópsins þar sem áhersla er lögð á traust og gagnkvæma virðingu. Starfsumhverfi sem byggir á góðum fundarvenjum eykur líkur á góðri líðan fundarmanna og auðveldar að takast á við erfið mál. Framkvæmd funda hafði einnig jákvæð áhrif á samskipti sérkennara og foreldra í framhaldi af teymisfundum.
    Með skipulögðum vinnubrögðum skapast betra vinnuumhverfi fyrir starfsmenn og samskipti við foreldra verða auðveldari. Góðum fundarvenjum fylgir því mikill ávinningur sem vert er að tileinka sér í nútíma vinnuumhverfi sérkennara í skóla án aðgreiningar.

  • Much has been written about the importance of schools and homes working together but less about meetings and their procedures from the perspective of the special resource teachers and parent communication. Well established meeting procedures are of great importance in elementary schools as meetings are an important venue for communication between the home and the school. It is especially relevant for communication between the parents of special needs children and the special resource teachers´ that takes place during
    team-meetings.
    Parent collaboration and cooperation with their child's learning support team is a key component for a successful education. During team meetings, close connections often form between parents and teachers, as they come to agree on a strategy (approach) towards a common goal. This dissertation presents the findings of an action research conducted during the 2018-2019 school year. This study examined how general theories on meeting agendas can be applied to develop and strengthen parent and special resource teachers’ collaboration and cooperation in team meetings.
    Theories on meetings and cooperation were used as a foundation, as well as the examination of the working environment of an inclusive school and the communications within. The data for the action research was based on a research diary, interviews with focus groups and questionnaires, as well as feedback from elementary school parents and staff regarding the preparation and implementation of team meetings.
    The study found that well established meeting procedures for learning support team meetings facilitate the implementation of learning support and increase the learning support team´s efficiency. The flow of information increases as well as parent participation. The process for preparing the meeting alongside the meeting agenda, shapes the communication within the group, where the emphasis is on trust and mutual respect. The work environment, based on well–established meeting procedures can increase the attendees’ sense of well-being, which in turn facilitates addressing difficult issues. The implementation of the learning support also had a further positive impact on parent and special resource teachers’ communication following team meetings.
    Establishing efficient procedures lays the foundation for a better work environment for staff and paves the way for smoother communication with parents. There is much to be gained by implementing well-established meeting procedures and adopting them into the working environment of the special resource teacher in an inclusive school setting.

Accepted: 
  • Jun 27, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34243


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ingunn Þóra Hallsdóttir.pdf1.29 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Ingunn Þóra Hallsdóttir.pdf182.05 kBLockedYfirlýsingPDF