is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34244

Titill: 
 • Titill er á ensku Possibilities for a liberating pedagogy : a critical exploration of an Icelandic course for asylum seekers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Second-language learning courses that are often offered to asylum seekers provide a unique opportunity for a pedagogy of critique to be implemented. However, there is essentially no existing research in Iceland, and very little internationally, that considers the practicality of implementing a pedagogy of critique within second-language classrooms for asylum seekers. Moreover, the experiences of teachers and students within these programs have not been considered to the degree that allows for a genuine exploration of what these courses are like and how critical pedagogy could fit into their existing structures.
  This qualitative case study seeks to develop a deep understanding of the Red Cross’ “Icelandic for Asylum Seekers” course through the lens of critical pedagogy. My goal is to contribute to the knowledge regarding education for asylum seekers in Iceland, as well as to the broader field of critical pedagogy and its practical applications within second-language learning programs geared towards this group of people. The theory of critical pedagogy functioned as a framework that informed my approach to this research as well as a lens through which I analyzed my data.
  The primary methods of data collection used were participant observations, semi-structured, in-depth interviews of students and teachers, field notes, and to a lesser extent document analysis. The specific methods utilized in this research were selected to allow for a more comprehensive understanding of the program vis-á-vis observed classroom practices, teacher and student dynamics, and the individual experiences and perceptions of teachers and students within the program. Thematic analysis was used to make sense of the data collected. These methods of data collection and analysis allowed for a better understanding of the specific areas of tension that hindered the asylum seekers students from experiencing a liberating learning experience.
  The findings suggest that there were three major areas of tension that hindered the students from experiencing a culturally relevant and liberating learning experience: teachers’ inability to get to know their students, teachers’ pedagogical methods and approaches, teachers’ lack of formal multicultural education training, and the material conditions of the classroom.
  This qualitative case study may be of interest to teachers and program coordinators responsible for teaching and devising second language learning programs for asylum seekers.

 • Rannsóknir hafa sýnt að tíðni landsflótta hefur ekki verið jafn há svo áratugum skiptir. Að sama skapi hefur flæði hælisleitenda yfir landamæri haldist í hendur við uppsveiflu öfgaþjóðernissinna og aukningu á fordómum gegn innflytjendum. Þetta á það til að endurspeglast í stefnubreytingum og aðgerðum þjóðanna sem taka á móti hælisleitendunum. Ennfremur er oft horft fram hjá mannréttindum hælisleitenda þar sem þeir hafa ekki ríkisborgararétt og hlutskipti þeirra á vinnumarkaðinum útilokar þá frá ýmis konar þjónustu sem tryggir velferð þeirra, þ.m.t. menntun. Þessi aukning fordóma í samfélaginu í heild sinni gerir það að verkum að þörf er á breyttu viðhorfi í menntakerfinu þar sem leggja þurfi meiri áherslu á að þjálfa gagnrýna hugsun og siðferðiskennd í stað
  hefðbundinnar kennslu. Slík menntun myndi ekki einungis gagnast flóttamönnum heldur einnig vinna gegn mismunun meðal annarra samfélagsþegna.
  Tungumálanámskeið sem oft eru boðin hælisleitendum bjóða upp á kjörið tækifæri til þess að innleiða kennslu af þessum hætti. Hins vegar er mikill skortur á rannsóknum, bæði á Íslandi og erlendis, sem sýna fram á hagnýtni slíkrar innleiðingar. Upplifun kennara og nemenda á þessum námskeiðum hefur heldur ekki verið könnuð og því erfitt að fullyrða hvernig gagnrýnin kennsla (e. critical pedagogy) passi inn í núverandi uppbyggingu námskeiðanna.
  Þessi eigindlega rannsókn leitast við að skoða námskeiðið “Íslenska fyrir hælisleitendur” á vegum Rauða Kross Íslands út frá sjónarhóli gagnrýninnar kennslu. Markmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu á menntun hælisleitenda á Íslandi og víkka núverandi þekkingu á sviði gagnrýninnar kennslu og hagnýtni hennar í tungumálanámskeiðum fyrir þennan hóp samfélagsþegna. Reynt var að nota kenningar og fræði á sviði gagnrýninnar kennslu sem ramma til þess að nálgast rannsóknina og vinna rannsóknargögn.
  Helstu aðferðir við gagnaöflun í rannsókninni voru vettvangskannanir, viðtöl við hælisleitendur og kennara, persónulegar glósur og athuganir og að einhverju leyti lestur opinberra skjala. Aðferðirnar sem notaðar voru í rannsókninni voru valdar til þess að hægt væri að öðlast dýpri skilning á núverandi kennsluvenjum, samskiptum milli nemenda og kennara og reynslu og viðhorfi einstaklinga á námskeiðunum. Þemagreining var svo notuð til greiningar á söfnuðum gögnum. Þessar aðferðir gagnaöflunar gefa betri skilning á þeim spennuflötum sem koma í veg fyrir að hælisleitendur fái kennslu sem eflir virka þátttöku þeirra í samfélaginu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að helst séu það fjórir spennufletir sem hindra það að nemendur fái kennslu sem stuðlar að því að þeir geti að samrýmst íslenskum menningarheim og samfélagi: það að kennarar ná ekki að kynnast nemendum sínum nægilega vel, aðferðir og nálgun þeirra við kennsluna, skortur á formlegri þjálfun kennara í að kenna nemendum frá mismunandi menningarheimum, og takmarkanir kennslugagna.

Samþykkt: 
 • 27.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvanLewis (1).pdf834.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EvanLewis_skemmandeclaration.pdf137.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF