is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34246

Titill: 
  • „Áður var þetta miklu meira streð“ : reynsla foreldra af uppeldishlutverkinu og námskeiði í PMTO-foreldrafærni
  • Titill er á ensku „Before it was much more of a struggle“ : parents´ experience of parenting and a course in Parent Management Training
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að úrræði sem byggjast á því að bæta foreldrafærni geti dregið úr hegðunarerfiðleikum barna. Það er því mikilvægt að byrja snemma að vinna með hegðunarerfiðleika þar sem sýnt hefur verið fram á að ef hegðunarerfiðleikar fá að þróast geti það leitt til andfélagslegrar hegðunar og sálfræðilegra vandamála seinna í lífinu. Óheppilegar uppeldisaðferðir geta orðið til þess að valda og viðhalda þessum vanda og því er gagnlegt að miðla til foreldra upplýsingum sem leitt geta til þess að koma í veg fyrir að vandinn fái að þróast. Með skipulagðri uppeldisfræðslu til foreldra er hægt að lækka tíðni margvíslegra erfiðleika hjá bæði börnum og foreldrum og jafnvel hægt að fyrirbyggja þá.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða reynslu foreldrar hafa af námskeiði í PMTO foreldrafærni og hvernig foreldrum gengur með uppeldið fyrir og eftir námskeiðið. Leitast var við að skoða hvort foreldrum fyndist þátttaka í PMTO námskeiði hafa breytt einhverju varðandi samskipti milli foreldra og barns. Einnig var leitast við að skoða hvort foreldrar reyndu að tileinka sér þær aðferðir sem þeir lærðu á námskeiðinu og ef svo er þá hvort og af hverju þeim fyndust þær skila árangri.
    Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi viðtala og leitað var eftir þátttakendum með tilgangsúrtaki. Þátttakendur voru sex foreldrar, fimm mæður og einn faðir, og tekin voru viðtöl fyrir og eftir að foreldrar tóku þátt í námskeiði í PMTO foreldrafærni. Við rannsóknina var stuðst við aðferðir grundaðrar kenningar við gagnaöflun og úrvinnslu viðtala. Niðurstöður sýna að foreldrar sem sóttu PMTO námskeið voru almennt ánægðir með námskeiðið og töldu það hafa leitt til breytinga á uppeldisaðferðum og að samskipti sín við barnið hefðu batnað. Að sögn foredra höfðu þeir tileinkað sér margar af þeim aðferðum sem þeir lærðu á námskeiðinu og aðlagað þær að sínum heimilisaðstæðum. Þau atriði sem stóðu upp úr hjá foreldrum voru skýr fyrirmæli, hvatning og að setja mörk. Foreldrar hefðu viljað meiri eftirfylgni eftir námskeiðið og að það væri í boði fyrir alla. Niðurstöður eru í samfæmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að PMTO foreldranámskeið geti verið mikilvæg leið til forvarna og stuðlað að velferð barna með hegðunarvanda.
    Lykilorð: Hegðunarerfiðleikar, PMTO foreldrafærni, uppeldisaðferðir, eigindleg aðferð, grunduð kenning.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has shown that interventions based on improving parenting skills can reduce children's behavioral problems. It is important to intervene early when behavioral problems develop because if left untreated, they can lead to the development of antisocial behavior and psychological problems later in life. Poor parenting skills can lead to and maintain behavioral problems, and it is therefore useful to inform parents about methods that help prevent these problems from developing. With organized parenting education, it is possible to reduce the frequency of various difficulties for both children and parents and even prevent them.
    The purpose of this study was to examine parents’ experiences after participating in a Parent Management Training – Oregon model (PMTO) workshop and how successful parents felt they were in parenting their child before and after the workshop. We wanted to examine if parents’ experienced changes in communication with their child after completing the workshop. We also examined if parents attempted to use the methods they taught in the workshop and if so, whether they thought the methods created any changes in their children´s behavior.
    Qualitative data were collected through individual interviews with parents who had completed a PMTO workshop in the year 2016. Purposive sampling was used to recruit participants for the study. A total of 6 parents and/or primary caregivers participated in this study, five mothers and one father and interviews were conducted before and after the workshop. The study was based on methods of grounded theory for data collection and interviewing.
    Results showed that parents who attended the PMTO workshop were generally satisfied with the training and believed it led to changes in parenting and communication with their child. According to parents interviewed, they adopted many of the methods taught in the workshop and also adapted them to their home surroundings. The tools that made a difference for parents were explicit directions, positive reinforcement and setting limits. Parents expressed that more follow-up was needed and that follow-up should be available to everyone attending the workshop. These results are in accordance with previous research demonstrating the importance of prevention and interventions with PMTO to contribute to the well-being of children with behavioral problems.
    Keywords: Behavioral problems, PMTO intervention, parenting practices, qualitative
    research, grounded theory.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerðin - fyrir lokaskil.pdf930,77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing í Skemmu.jpg240,67 kBLokaðurYfirlýsingJPG