is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34247

Titill: 
  • Seigla og velferð barna og ungmenna : UPRIGHT verkefnið og leiðir til að efla seiglu
  • Titill er á ensku Resilience and wellbeing of children and adolescents
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að taka saman rannsóknir á seiglu til að varpa ljósi á mikilvægi hennar í uppvexti barna og ungmenna og tengsl seiglu við velferð. Markmiðið er einnig að gefa yfirlit yfir þekkingu á grunnþáttum seiglu og ýmsum verkefnum og leiðum sem stuðlað geta að henni. Í því skyni verður rýnt í tengsl færniþátta UPRIGHT verkefnisins við rannsóknir á seiglu og velferð. Því eru rannsóknarspurningar verkefnisins annars vegar; hver eru tengsl seiglu við velferð barna og ungmenna og hvernig eflum við hana og hins vegar; á hvaða hátt stuðla færniþættir UPRIGHT verkefnisins að seiglu og velferð? Spurningunum verður svarað með því að taka saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á seiglu og aðferðum sem stuðla að henni. Fjallað verður um hugtakið og þróun rannsókna á seiglu og tengdum hugtökum eins og áhættuþáttum, verndandi þáttum og úrræðum. Farið verður yfir hvernig seigla tengist velferð ungmenna og hvernig bæði skólar og uppalendur geta stuðlað að seiglu hjá börnum og ungmennum. UPRIGHT er alþjóðlegt verkefni sem hefur það meginmarkmið að stuðla að velferð unglinga með því að efla seiglu þeirra. Rýnt verður í fjóra færniþætti UPRIGHT verkefnisins og fræðilegur bakgrunnur þeirra skoðaður í ljósi fyrri rannsókna. Verkefnið er rannsóknarritgerð og snérist því fyrst og fremst um fræðilega heimildaöflun bæði á netinu og í fræðibókum. Í niðurstöðum er samantekt á því hvað seigla felur í sér og hvernig efla megi seiglu hjá ungmennum í skólastarfi. Jafnframt er gefið yfirlit yfir rannsóknir sem benda til tengsla milli ýmissa færniþátta ungmenna og seiglu. Samantektin styður við hugmyndafræði UPRIGHT um að þeir færniþættir sem unnið er með þar eins og sjálfstraust og félags- og tilfinningahæfni styðji við seiglu og velferð ungmenna. Af niðurstöðum má álykta að mikilvægt sé að kennarar og aðrir uppalendur séu meðvitaðir um mikilvægi seiglu í uppvexti og þá færniþætti sem stuðlað geta að henni og þar með aukinni hamingju og velferð.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research paper is to examine studies on resilience with the aim of bringing to light its importance for children’s upbringing and the connection between resilience and well-being. The goal is also to provide an overview of current knowledge concerning the fundamental aspects of resilience as well as a variety of projects and methods that can promote resilience. In this context, the paper will examine the connection between the main components of the UPRIGHT project and studies on resilience and well-being. The central research questions are as follows: How is resilience connected with the well-being of children and adolescents and how can we facilitate it? In which ways do the UPRIGHT components promote resilience and well-being? The questions will be answered by analyzing and comparing studies on resilience and the ways in which resilience can be bolstered. The concept will be explored along with the development of research focused on resilience and related concepts, such as risk factors, protective factors and interventions. The paper will look at the connection between resilience and the well-being of children and adolescents and how both schools and parents can support young people’s resilience. UPRIGHT is an international project that aims to promote the well-being of adolescents by strengthening their resilience capacities. The theoretical background of the four main UPRIGHT components will be examined in view of previous studies on the matter. The current project is a research paper and revolves first and foremost around theoretical data extracted from both the internet and academic texts. The concluding chapter will present a summary of what resilience consists of and how resilience can be promoted through school practices. Moreover, an overview will be provided of studies that indicate a correlation between youth competencies and resilience. The summary is informed by UPRIGHT findings concerning the relationship between key competencies and adolescent resilience and well-being, such as self-confidence, social skills and emotional intelligence. The findings suggest that it is important that teachers and other guardians are aware of the significance of resilience in childhood and adolescence and the competencies that support it, and consequently, promote increased contentment and well-being.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey Erlendsd. Skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf344.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Laufey Erlendsdóttir.pdf905.78 kBLokaður til...31.12.2022HeildartextiPDF