is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34248

Titill: 
 • Að vinna með huga og hönd : sýn skólastjórnenda í grunn- og framhaldsskólum á stöðu verknáms
 • Titill er á ensku Working with mind and hand : vision of school administrators in primary and secondary schools on the status of vocational education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægur þáttur þess að tryggja jafnrétti til náms er að skólakerfi bjóði upp á fjölbreytt nám og komið sé til móts við mismunandi áhuga og færni nemenda. Í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eru markmið þessa efnis og talað er um að tryggja jafnvægi milli verk- og bóknáms. Rannsóknir hér á landi og erlendis gefa til kynna að mismikil áhersla sé á verknámskennslu á grunnskólastigi. Jafnframt hefur komið fram að aðsókn á verknámsbrautir á Norðurlöndum hafi dregist saman og sífellt fleiri velji bóknámsbrautir. Markmið þessarar rannsóknar er að rýna í framangreinda þróun með því að ræða við sjö skólastjórnendur og einn verknámskennara um stöðu verknáms hér á landi. Kannað er hvernig grunn- og framhaldsskólastigin vinna saman og hver tengsl skólastiganna eru við atvinnulífið. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og tekin voru átta djúpviðtöl við skólastjórnendur og kennara í sex grunnskólum og tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Unnið var með þrjá efnisflokka við vinnslu á niðurstöðum rannsóknarinnar: Áherslur í verknámi, samfella í verknámi milli grunn- og framhaldsskóla og tengsl verknáms við atvinnulífið. Meginniðurstöður rannsóknarinnar bentu í fyrsta lagi til þess að leggja þurfi meiri áherslu á sveigjanleika í námsframboði og kennsluháttum og samþætta megi betur bók- og verknám. Þannig megi koma til móts við fjölbreyttari hóp nemenda og stuðla að meiri námsáhuga og ánægju þeirra. Hins vegar skorti fagmenntaða kennara og fjármagn til verknámskennslu. Þá var áberandi áhersla hjá viðmælendum að efla þurfi jákvæð viðhorf og virðingu fyrir verknámi í samfélaginu. Í öðru lagi kom fram að leggja þurfi meiri áherslu á samfellu milli skólastiga og upplýsingagjöf bæði til nemenda og foreldra um framboð framhaldsnáms og í hverju það felist. Í þriðja lagi kom fram ákall um að grunnskólanámið sé tengt betur við atvinnulífið. Jafnframt að mikilvægt sé að styðjast við ákveðnar verklagsreglur í því sambandi og tryggja að samstarfið sé markvissara.
  Efnisorð: Grunnskóli, framhaldsskóli, verknám, námskrár, kennsluhættir, menntakerfi, atvinnulífið.

 • Útdráttur er á ensku

  An important element to secure equality in education is to offer diverse course of study to accommodate students’ different interests and skills. Such aims can be seen in the National Curriculum Guide for compulsory and upper secondary schools in Iceland as they place emphasis on the balance between general and vocational education. Research in Iceland as well as internationally has indicated that there is variable focus on vocational education at the compulsory school level. A well known fact in all the Nordic countries is the rising general education attendance in upper secondary school while the vocational education attendance has decreased. The aim of this study is to examine the above-mentioned trend by seeking the views of principals and teachers who work at these school levels. The cooperation between the education levels will be examined as well as the relationship between the schools and the labor force. Qualitative methods were used and seven principals and one teacher were interviewed, from six compulsory schools and two upper secondary schools. Three issues were used in analysing the findings: Vocabulary education emphasis; continuum in vocabulary education between primary and upper secondary school; and the relationship between schools and the labor force. Main findings were firstly that the education offerings and teaching methods need to be more flexible and that general and vocational education can be better integrated. By doing that, a more diverse group can be accomodated both in terms of their interests as well as satisfaction. Financial resources are lacking as well as vocationally trained teachers. The participants also stressed the importance of increasing respect and positive views on vocational education in society. Secondly the interviewees stressed the need for continuum between the school levels as well as giving more information both to students and parents on the upper secondary educational programs that are offered. Thirdly according to the participants the compulsory schools need to be better connected to the labor force and the cooperation needs to be systematic and guided by certain procedure policies.
  Subjects: Primary school, upper secondary school, vocational education and training, curricula, teaching methods, educational systems.

Samþykkt: 
 • 27.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vinna með huga og hönd Sýn skólastjórnenda í grunn- og framhaldsskólum á stöðu verknáms..pdf749.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Kristín Erla.pdf57.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF