is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34249

Titill: 
  • Það þarf svo sterk bein til að vera kennari : velfarnaður grunnskólakennara
  • Titill er á ensku It takes a great deal of tenacity to be a teacher : wellbeing among Icelandic compulsory-school teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kennarastarfinu fylgir álag sem getur leitt af sér streitu, kulnun og brotthvarf úr starfi. Í þessu meistaraverkefni er skoðað hvað það er sem liggur til grundvallar því að grunnskólakennurum líði vel í starfi. Rannsóknin er megindleg og markmiðið var að varpa ljósi á velfarnað (e. wellbeing) grunnskólakennara. Rannsóknin byggist á PERMA-velfarnaðarkenningunni innan jákvæðrar sálfræði, sem er regnhlífarhugtak yfir þær kenningar og rannsóknir sem leita svara við því hvað gefur lífi fólks gildi. Með kenningunni er velfarnaður skoðaður út frá fimm þáttum: jákvæðum tilfinningum, áhuga og innlifun, félagslegum tengslum, tilgangi og árangri. Stuttur kvarði sem metur velfarnað á vinnustöðum (e. the workplace PERMA-profiler) var þýddur á íslensku og síðan notaður til að meta velfarnað grunnskólakennara. Þátttakendur rannsóknarinnar voru félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (N = 4847, svarhlutfall 42%). Mælitækið reyndist ágætlega og áreiðanleiki niðurstaðna þess var góður en ástæða þykir til að skoða þýðingar tveggja spurninga. Mælitækið ætti því að geta gefið raunhæfa mynd af ólíkum þáttum velfarnaðar í starfi. Niðurstöður sýndu að velfarnaðarþættirnir mældust með meðaltal yfir 6,5 af 10 og að neikvæð upplifun í starfi var minni en jákvæð. Tilgangur fékk hæsta meðaltal velfarnaðarþáttanna (M = 8,41). Hlutfallslega flestir kennarar gáfu þeim þætti velfarnaðar sem mælir tilgang 8 eða hærra en fæstir gáfu þættinum árangur svo háa einkunn. Velfarnaður var mestur í aldursflokknum 60 ára og eldri og hjá þeim sem voru með minnstu og mestu starfsreynsluna en lakari meðal 31–40 ára og þeirra sem voru með 5–9 ára starfsreynslu. Almenn ánægja var með fagleg tengsl, stuðning skólastjóra og stjórnunarhætti. Þær niðurstöður ásamt teymiskennslu tengdust sérstaklega félagslegum tengslum í velfarnaði. PERMA-spurningalistann fyrir vinnustaði má nýta í vinnu að bættum velfarnaði því hann sýnir hvar er þörf á inngripi og með reglubundinni fyrirlögn hans má kanna hvort inngrip hafa tilskilin áhrif.

  • Útdráttur er á ensku

    Because teaching entails extraordinary stress that can cause burnout and reduce retention among teachers, this thesis examines foundations for promoting positive work experiences for Icelandic compulsory-school teachers. A quantitative study was conducted to illuminate teachers’ wellbeing at work based on the five-dimensional positive emotion, engagement, relationships, meaning, and achievement (PERMA) model within positive psychology, a field geared towards identifying what makes life worth living. The workplace PERMA profiler, a short questionnaire measuring wellbeing, was translated from English to Icelandic and distributed to assess the wellbeing of 4.847 teachers, all of whom were members of the Icelandic Teachers’ Union (response rate = 42%). Since the PERMA profiler demonstrated adequate reliability, despite the problematic translation of two questions, it was considered to afford realistic results about the five dimensions of work-related wellbeing. Average scores for all dimensions exceeded 6,5 out of 10 and indicated that negative experiences at work were less than positive. Of all dimensions, meaning achieved the highest score (M = 8,41), and most teachers earned a score of 8 or more for meaning, whereas accomplishment achieved the fewest scores at that level. Teachers older than 60 years demonstrated the most wellbeing, whereas ones aged 31–40 years demonstrated the least, while teachers with either the least or most work experience demonstrated the most wellbeing, whereas ones with 5–9 years of experience demonstrated the least. Teachers indicated being generally content with their professional relationships, support from principals, and the school administration, which along with team-based teaching were most related to relationships of the wellbeing dimensions. Such findings suggest that the PERMA profiler can be implemented to promote wellbeing among teachers by indicating areas requiring intervention and, with regular use, can measure the effects of those interventions.

Samþykkt: 
  • 27.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg_Kristín_Ragnarsdóttir_lokaskil.pdf3.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
björg_ragnarsd_yfirlýsing.pdf63.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF