is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34252

Titill: 
  • Áhrif endurhæfingar á einstaklinga með langvinna lungnateppu metin með úthaldsprófi
  • Titill er á ensku Effects of rehabilitation on patients with chronic obstructive pulmonary disease evaluated with an endurance exercise test
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líkamleg þjálfun er hornsteinninn í endurhæfingu einstaklinga með langvinna lungnateppu (LLT) og bætt þol því mikilvægur ávinningur hennar.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur endurhæfingar á lungnasviði Reykjalundar á einstaklinga með LLT með úthaldsprófi og hvort breytur eins og kyn, aldur, andleg líðan og teppustig hefðu áhrif á árangurinn. Einnig að meta algengi gólf- og rjáfuráhrifa úthaldsprófsins og hvort stöðvunarástæðan „hámarkspúlsi náð“ hafi þar áhrif. Eins að kanna hvort hópurinn sem tók úthaldspróf sem árangursmælingu væri frábrugðinn hópnum sem tók annað próf sem árangursmat.
    Leitað var afturvirkt í sjúkraskrám Reykjalundar árin 2013-2018. Alls uppfylltu 227 einstaklingar valmiðmið rannsóknarinnar og af þeim höfðu 114 (44 kk; 70 kvk) einstaklingar farið í úthaldspróf og 113 (49 kk; 64 kk) í annars konar próf sem árangursmælingu. Meðalaldur úthaldsprófs hópsins var 61,8±7,1 ár en hinna 65,87,1 ár.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að bæting var á tímalengd í úthaldsprófinu og andlegri líðan eftir endurhæfingu í a.m.k. fjórar vikur (p =  0,001). Einnig léttist hópurinn (p= 0,01). Engin þeirra breyta sem kannaðar voru höfðu fylgni við árangur endurhæfingarinnar. Um 38% innskriftarprófanna voru ekki innan tímarammans. Algengi rjáfuráhrifa var um 8% og gólfáhrifa um 30% við innskrift. Einstaklingar sem tóku úthaldspróf voru marktækt yngri, með minni teppu, meiri kvíða, meira þunglyndi og stóðu sig marktækt betur á hámarksþolprófi við innskrift en þeir sem tóku annað próf.
    Ályktun þessarar rannsóknar er að markviss endurhæfing í a.m.k. fjórar vikur skili bættu þoli, þyngd og andlegri líðan hjá einstaklingum með LLT. Eins að þættir eins og kyn, aldur og teppustig virðast ekki hafa áhrif á árangur líkamlegrar þjálfunar. Algengi gólf- og rjáfuráhrifa í úthaldsprófinu var talsvert og við því þarf að bregðast með breyttri aðferðarfræði í töku prófanna.

  • Útdráttur er á ensku

    Exercise training is the cornerstone of rehabilitation for patients with chronic obstructive lung disease (COPD) and improved endurance thus the gain of exercise training.
    The object of this research was to evalueate the effects of rehabilitation on patients with COPD. To look if some factors like gender, age or FEV1 % of predicted (FEV1%P) has adherence with the results of rehabilitation (RoR). Also to look at the prevalance of floor and ceiling effects and effects of the test termination parameter „maximal heart rate“. Also if there is any diffrence between patients who were choosen to use endurance exercise test (EET) or patients who were choosen for other measurement of RoR.
    We searched retrospectively in medical archives in Reykjalundur from 2013-2018. Patients that met the studys criteria were 227 and 114 (44 males; 70 females) underwent an EET as a measurment of RoR where they cycled at 75% of maximal capacity (mc) and 113 (49 male; 64 females) underwent other measurement of RoR. The mean age of the EET group were 61,8±7,1 and 65,8±7,1 years of the other group.
    Results of the study were that there was clinically significant changes (csc) in the time of the EET and emotional health following four weeks of rehabilitation or more (p =  0,001). None of the factors that were looked at had adherence with the RoR. The group had csc in weight loss (p= 0,01). No single parameter influenced the RoR. About 38% of the first EET were not within the tests timeframe. The prevalence of ceiling effect was therefore 8% and floor effect about 30%. The patients who were choosen for EET as RoR were significantly younger, had lower FEV1%P, worse emotional health and did significantly better on the maximal endurance exercise test.
    The Conclusion of this study is that rehabilitation for minimum of four weeks is csc in endurancetime, weight loss and emotional health. Also that no one or more factors had adherence with RoR. Prevelance of floor and ceiling effects were considerable and needs to be dealt with changes in the tests protocol at Reykjalundur.

Samþykkt: 
  • 1.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif endurhæfingar á einstaklinga með langvinna lungnateppu metin með úthaldsprófi_Sigurður Jón Sveinsson_Lokaútgáfa.pdf649.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing copy.pdf229.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF