en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34257

Title: 
  • Title is in Icelandic Instagram sem markaðstól
  • Instagram as a marketing tool
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markaðssamskipti hafa tekið miklu stökki með stafrænni þróun á síðustu árum og við það opnast nýjar leiðir til þess að eiga samskipti við neytendur. Ritgerðin hefur það markmið að skoða hver sé æskileg notkun á samfélagsmiðlinum Instagram í markaðssamskiptum og þá hvað miðillinn getur gert fyrir vörumerki. Rannsóknarspurningin er:
    „Hver er ákjósanleg notkun Instagram í markaðssamskiptum?“
    Rannsóknin er tvíþætt. Fyrst eru tekin stýrð viðtöl við fjóra viðmælendur sem sinna markaðsmálum hjá íslenskum fyrirtækjum og nýta sér Instagram í markaðssamskiptum. Síðan er send út spurningarkönnun og henni dreift rafrænt á samfélagsmiðlinum Facebook og voru 401 svarendur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna hversu öflugt markaðstól Instagram er þegar horft er á vörumerkjaímynd og vörumerkjavitund. Vilji markaðsfólk fá sem mestan ávinning með notkun Instagram þurfa þau að greina markhópinn vel og aðsníða markaðsskilaboðin sín á þann hátt að þau tali til þess markhóps sem vörumerkið vill ná til. Instagram hefur stórann og fjölbreyttann notendahóp sem vörumerki geta nýtt sér til að koma markaðsskilaboðum sínum á framfæri og stofna til samskipta við neytendur. Instagram er stafrænn miðill sem safnar gögnum sem nýtist markaðsfólki í markhópagreingu ásamt endurmarkaðssetningu. Instagram er kominn til að vera og eitthvað sem markaðsfólk ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Accepted: 
  • Jul 1, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34257


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ElvarAndriGuðmundsson_BS_lokaverk.pdf1,44 MBOpenComplete TextPDFView/Open