is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34259

Titill: 
 • Húsnæðisstefna : húsnæðisstefna stjórnvalda og stjórnskipulag húsnæðismála
 • Titill er á ensku Housing strategy : national housing strategy and housing governance
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um stefnumótun í húsnæðismálum. Farið er yfir helstu strauma og stefnur og nokkrar húsnæðislausnir sem geta nýst sem innlegg í opið stefnumótunarferli um húsnæðisstefnu ríkisins.
  Opið stefnumótunarferli er nútímaleg leið til að virkja þá sem stefnan er ætlað að þjóna, byggja á álitum sérfræðinga, bestu mögulega gögnum og greiningaraðferðum, taka inn nýjar hugmyndir, nýsköpun, strauma og stefnur og virkja sem flesta hagsmunaaðila í stefnumótunarferlinu. Hugmyndir eru þróaðar, prófaðar og ítraðar með notendum.
  Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja aðgengi að fullnægjandi, öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði með lagasetningu og alþjóð¬legum skuldbindingum. Stjórnvöld hafa einnig skuldbundið sig til að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélagsins, tryggja varðveislu menningarminja, stuðla að jákvæðum efnhags-, félags- og umhverfislegum tengslum milli þéttbýlis og dreifbýlis með byggðaáætlun stjórnvalda sem og stuðningi við þolendur náttúruhamfara. Ákjósanlegt er að flétta þessar áherslur inn í húsnæðisstefnu stjórnvalda til að fá heildaryfirsýn yfir áherslur stjórnvalda, húsnæðislausnir og stuðning.
  Árangursstjórnun er kerfisbundin aðferðafræði sem felur í sér stefnumótun, áætlanir, mælanleg markmið og reglulegar mælingar og mat á hvort markmiðum er náð. Árangursstjórnun er ákjósanleg leið til að innleiða húsnæðisstefnu og ná markmiðum hennar.
  Það er niðurstaða höfundar að stjórnvöld ættu að móta stefnu þar sem stuðningi er fyrst beint að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu á íbúðamarkaði, félagslega og/eða fjárhagslega og útfæra lausnir og hvata til að einstaklingar séu eða geti orðið sjálfstæðir í sinni húsnæðisöflun eftir ákveðinn tíma og hafi hag af því að færa sig frá samfélagslegum stuðningi. Húsnæðisstefna með virðisskapandi lausnum fyrir heimilin sem hefur æðri tilgang eins og sjálfbærniáherslur, leggur rækt við menningararf og stuðlar að félagslegu réttlæti og fjárhagslegu sjálfstæði getur leyst úr læðingi jákvæða umbreytingarkrafta fyrir samfélagið.

Samþykkt: 
 • 1.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Lokaskil_091218_Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir_BS_lokaverk.pdf19.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna