Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3426
Í ritgerðinni er fjallað um þætti í aðdraganda og atburðarás landnáms á Íslandi á 9. og 10. öld samkvæmt frásögn Landnámu. Undirbúningur landnámsins, ferðalagið yfir hafið og landnámið sjálft eru skoðuð með tilliti til hefða sem mögulega eiga rætur í mýþum eða uppruna landnámsmanna.
Ástæður landnámsins og forsendur flutninganna verða látnar liggja á milli hluta en lögð áhersla á að kanna aðrar forsendur landnemanna.
Í ritgerðinni eru heiðin minni lögð að jöfnu við goðsagnir og athafnir sem þeim tengjast í textunum. Hugtakið mýþa er notað í samræmi við handbók um bókmenntafræði. Það er erfitt að gera greinarmun á trúarlegum uppruna mýþa í Landnámu vegna þess að í sögnunum birtast þessar mýþur ýmist í tengslum við kristna eða heiðna landnámsmenn. Við landnámið eru fulltrúar guða og vætta beggja trúarbragða virkir þátttakendur í að skapa fólki örlög í nýju landi.
Í ritgerðinni verður fjallað um undirbúning landnámsmannanna heima í gamla landinu, hvað þeir gera sér til heilla áður en lagt er á hafið og skoðaðar þær mýþur sem koma fram í frásögnum af ferðalaginu, á hvað fólk setur traust sitt. Aðferðir við landnám og landhelgun verða skoðaðar út frá sömu forsendum og í ljósi þeirra mýþa sem koma við sögu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristofer_Mar_Kristinsson_fixed.pdf | 365.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |