is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34263

Titill: 
  • Hverjir eru helstu ávinningar fyrirtækja af stafrænni umbreytingu þegar kemur að þjónustu?
  • Titill er á ensku What are the main benefits of digital transformation for companies in terms of service?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð hefur það að markmiði að öðlast aukinn skilning á mikilvægi stafrænnar þjónustu hjá fyrirtækjum, og hverjir helstu ávinningar fyrirtækja séu sem fara af stað í stafræna umbreytingu þegar kemur að þjónustu. Einnig vill rannsakandi auka skilning sinn á hlið neytenda og sjá hverjar þarfir, langanir og væntingar þeirra eru þegar kemur að samskiptum þeirra við fyrirtæki. Rannsóknarspurningin er:
    „Hverjir eru helstu ávinningar fyrirtækja með stafrænni umbreytingu þegar kemur að þjónustu“. En einnig var sett fram aukaspurningin „hver er hegðun neytenda á netinu þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu“. Rannsóknin sem framkvæmd var, var tvíþætt. Annar hluti hennar var í formi spurningakönnunnar, en sú aðferð er megindleg rannsóknaraðferð. Fyrir þann hluta rannsóknarinnar var send út spurningakönnun sem dreift var á samfélagsmiðlinum Facebook. Þátttakendur í henni voru alls 504. Hinn hluti rannsóknarinnar var í formi hálfopinna viðtala, en sú rannsóknaraðferð er eigindleg. Þrjú viðtöl voru tekin, en þau fóru fram á vinnustað viðmælanda, í heimahúsi og eitt í gegnum internetið. Viðtölin voru því næst diktuð og greind eftir viðurkenndum aðferðum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að mikilvægt er fyrir fyrirtæki að skilja þarfir, kröfur og væntingar neytenda og markhópa sinna til að geta áttað sig á því hvort þau séu að taka rétt skref með því að bjóða upp á stafræna þjónustu. En út frá spurningakönnun rannsóknarinnar kom í ljós að meiri hluti neytenda kýs að notfæra sér stafræna miðla til að versla, sækja upplýsingar, eða eiga samskipti við fyrirtæki í stað þess að nálgast þjónustu með því að fara í verslun eða að hringja. Neytendur eru líklegri til að kvarta og láta í sér heyra á stafrænum miðlum en í síma eða eigin persónu og þolinmæði fyrir tímafrekri þjónustu á stafrænum miðli er takmörkuð. Fyrirtæki þurfa að vanda til verka þegar farið er af stað í stafræna umbreytingu og sjá til þess að allir starfmenn séu meðvitaðir um þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Þeir þurfa að gera sinnt þeim störfum sem við á, og halda uppi því þjónustustigi sem fyrirtæki leggur upp með að bjóða. Ef vel er staðið að stafrænni umbreytingu hjá fyrirtækjum, geta helstu ávinningar þeirra þegar kemur að þjónustu verið ánægðari viðskiptavinir, sparnaður og aukin sala.

Samþykkt: 
  • 1.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigurdurMarSigurdsson_BS_Lokaverk.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna