is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34265

Titill: 
 • Fjölmenningarlegt vinnuumhverfi á Suðurnesjum : erum við að glíma við vandamál í atvinnulífinu vegna erfiðleika í fjölmenningalegum samskiptum?
 • Titill er á ensku Multicultural work environment in Suðurnes : are workplaces facing communicational challenges due to multicultural population?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjölmenningarlegt vinnuumhverfi er mjög algengt á Íslandi nú til dags. Í rannsókn þessari er leitast við að fá sem mest af upplýsingum um bakgrunn og stöðu innflytjenda í atvinnu á Suðurnesjum, hvernig samskipti ganga og hvort menningar eða tungumálerfiðleikar hafi áhrif á framleiðni.
  Til þess var gerður spurningalisti sem sendur var forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja á Suðurnesjum. Starfsmannafjöldi þeirra var frá 20 til 250 manns. Einnig var sendur listi til stjórnenda til að fá þeirra nálgun.
  Í upphafi ritgerðar er fjallað almennt um hvað er innflytjandi og hvað er atvinnuleyfi og skoðað samstarf í fjölmenningarlegu umhverfi ásamt atvinnuleysistölum. Til þess var stuðst við fræðigreinar og valið efni bæði af netinu og leitað var heimilda í bókum.
  Fjallað er um niðurstöðu hverrar spurningar og efnið í heild sinni. Rannsóknarspurningin er. “Erum við að glíma við vandamál í atvinnulífinu vegna erfiðleika í fjölmenningalegum samskiptum?”
  Niðurstaðan bendir til að stundum geti verið erfitt að koma upplýsingum rétt til starfsmanna vegna tungumálaerfiðleika. Einnig sýnir niðurstaðan meðal annars að Pólverjar eru mun líklegri til að dvelja lengur á Íslandi en aðrar þjóðir. Stjórnendur eru sammála um mikilvægi þessa erlenda vinnuafls.

Samþykkt: 
 • 1.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölmenningarlegt vinnuumhverfi á Suðurnesjum - Þórdís Bára Guðmundsdóttir.pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna