Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34266
Crypto, punk and politics
Í þessum skrifum verður leitast við að svara spurningunni hvort að nýr samfélagssáttmáli sé að myndast í kjölfari stafrænna tækninýjunga, eins og bálkakeðjutækninnar (e. Block chain technology) og gervigreindar. Markmið skrifanna er að kanna hvort stafrænar tækninýjungar hafa áhrif á stjórnmál. Tilgátan er sú að einstaklingurinn hafi yfirfært valdaframsal sitt, vísað í samfélagssáttmála kenningar, frá ríkinu yfir til nýtækni, sem komi til með að breyta hugmyndum okkar um ríkisvald og lýðræði. Helstu niðurstöður eru þær, að vísbendingar eru til staðar um að einstaklingar séu í auknum mæli að færa persónulegt vald sitt frá ríkinu yfir til nýtækni eins og rafmynta, bálkakeðjutækni og gervigreindar. Hins vegar væri oftúlkun að segja að nýr samfélagssáttmáli væri að myndast. Aðrar niðurstöður eru þær að stafrænar tækninýjungar hafa áhrif á stjórnmál og kalli á breytingar á efnahagskerfum heimsins. Þá eru vísbendingar um að hlutverk ríkisins komi til með að breytast og huga þurfi að regluverki til að tryggja tekjustofna ríkisins.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Krypto_ponk_og_politik_BA_verkefni-Hekla_Josepsdottir.pdf | 472,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefni þetta er bundið höfundarréttarlögum. Óheimilter að afrita eða vísa í ritgerðina, hvort sem á við um hluta hennar eða heildartexta á nokkurn hátt án leyfis höfundar. Þá er opinber birting ritgerðarinnar með öllu óheimil í 2 ár frá skiladegi.