is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34267

Titill: 
 • "Stundum bíður maður eftir einhverju til að breyta einhverju" : hvernig eru í þróttafélög í stakk búin til krísustjórnunar?
 • Titill er á ensku "Sometimes you wait for something to change to change something" : how are sports clubs prepared for crisis management?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Í þessari rannsókn er tekið til skoðunar krísa, áföll og krísustjórnun hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem eru með yfir 1000 iðkendur á sínum snærum. Alls er um sex íþróttafélög með einum til tveimur viðmælendum frá hverju félagi sem teknir eru í eigindleg viðtöl til þess að fá skýra mynd af því hvernig félögin eru í stakk búin til þess að takast almennt á við krísur og áföll. Unnið var út frá hálf opnum viðtölum við stafsmenn þessara íþróttafélaga. Þar sem margar af spurningunum er ekki auðvelt fyrir starfsmenn að svara var þeim gefinn kostur á að mæta tveir í viðtal hjá sumum félögunum. Hugtökin krísa, drama, krísustjórnun og krísuteymi eru skoðuð og skilgreind í fræðilega kafla ritgerðarinnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru íþróttafélög mis vel undir krísur og áföll búin. Sum þeirra hafa ekkert efni í sínum fórum um krísur eða viðbrögð við þeim, meðan önnur félög eru nokkuð betur í stakk búin fyrir slíkt og hafa gert ákveðnar ráðstafanir þar að lútandi. Mest hafa félögin þó lagt áherslu á efni sem snýr að kynferðisbrotamálum og viðbrögðum við þeim. En er þó nokkuð svigrúm til að bæta við efni inn í áætlunina er snýr að öðrum krísum og áföllum.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract,
  In this research, crisis, trauma and crisis management is investigated among sports clubs in the greater Reykjavík capital area which have more than 1000 participants members. All in all, there are six sports clubs where at least two employees from each club were interviewed. A semi open ended, qualitative interview method was used to get a better idea on how sports clubs are prepared to deal with crisis and trauma among its members. Many of the questions were quite difficult to answer, therefore in some cases employees of the sports clubs were interviewed in pairs. The concepts of crisis, drama, crisis management and crisis teams are investigated and explained in the theoretical part of the research. The research concludes, that sports teams have numerous different ways to deal with and prepare for crisis. Some of them have no materials or action plans to prepare them for crisis scenario while others are much better prepared to deal with a crisis. Most of the clubs had action plans to deal with a sexual harassment, but still there is a room for improvement for the sports club to have material and action plans to deal with crisis scenarios and trauma.

Samþykkt: 
 • 1.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JonBirgirValsson_BA_lokaverk.pdf681.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_jonBirgirValsson.jpg319.26 kBLokaðurFylgiskjölJPG