Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34268
Í þessari ritgerð, þar sem megináhersla er á heimildagreiningu (e. literary reviews), verður leitast við að kanna hverjar séu helstu siðferðilegu spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að kjötframleiðslu og kjötneyslu. Fjallað verður um einstaka og afmarkaða þætti, sem snúa að kjötframleiðslu og verksmiðjubúum. Jafnframt verða hin ýmsu hugtök og kenningar þar að lútandi skilgreind. Megináhersla verður á siðfræði og dýravelferð og þær afleiðingar sem verksmiðjubúskapur hefur á heilsu manna og dýra, sem og á vistkerfið. Skoðaðar verða rannsóknir og skýrslur, lög og reglugerðir um dýravelferð og verksmiðjubúskap og fræðilegar rannsóknir tengdar því. Enn fremur verður rýnt í hvort raunhæft sé að gera breytingar á þeim framleiðsluháttum sem eru við lýði í dag. Að lokum verður komið með tillögur að úrbótum.
Animal welfare and the impact of factory farming, is called into question. This thesis aims at investigating the current main ethical questions regarding meat production and meat as a component of our diets. It aims at determining and defining unique factors regarding meat production on factory farms, with a special focus on ethics and animal welfare and the effects of factory farming on the health of animals and humans, as well as on the ecosystem.
This thesis examines whether it is realistic to make changes to our current food production systems. It concludes with several proposals for improvements, which serve to ensure the welfare of animals raised for food production while at the same time reducing negative impact on the environment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LindaPétursdóttir_BA_lokaverk.pdf | 906.86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |