en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3427

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif kynbóta á afkomu íslenskra kúabúa
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í rannsókn þessari verða áhrif kynbóta á afkomu íslenskra kúabúa skoðuð. Gögnin sem notuð eru í rannsókninni eru tvíþætt. Annars vegar eru notuð gögn úr rekstrarreikningi íslenskra kúabúa frá 1997 til 2003, sem fengin eru frá Hagþjónustu landbúnaðarins. Hins vegar eru það gögn úr skýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands en þar er að finna upplýsingar um kynbótamat gripa á bæjunum. Aðferðin sem beitt er byggist á mati kostnaðarfalls með slembijaðargreiningu. Aðferð þessi gerir, ólíkt hefðbundnum aðferðum í framleiðslufræðum, ekki ráð fyrir því að framleiðendur séu fullkomlega hagkvæmir. Því fæst nákvæmara mat á stika líkansins þar sem ljóst er að sú forsenda að allir framleiðendur séu hagkvæmir er ekki raunhæf. Vegna misdreifni í gögnunum er einnig stuðst við handahófsúrtaksnálgun til að sannprófa niðurstöðurnar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að kostnaður lækkar um 1,68% þegar kynbótamat hækkar um 1%. Einnig fást þær niðurstöður að hagkvæmni búanna eykst með tímanum. Athyglisvert er að nánast sömu niðurstöður fást þegar kostnaðarfallið er metið með slembijaðargreiningunni einni og sér og þegar það er metið með slembijaðargreiningu með handahófsúrtaksnálgun.

Accepted: 
  • Oct 10, 2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3427


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristin_Ros_Johannesdottir_fixed.pdf763.62 kBOpenHeildartextiPDFView/Open