is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34270

Titill: 
 • Að velja auglýsingaraddir
 • Titill er á ensku Selecting advoices
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Að velja rödd til að lesa inn á auglýsingar getur oft á tíðum verið snúið og vanda þarf vel til verka þegar það er gert. Rannsókn þessi reynir að komast að því hvernig málum er háttað hérlendis og erlendis við val á slíkum röddum og af hverju. Ekkert er til af rannsóknum um þetta málefni á Íslandi og því voru tekin hálfopin eigindleg viðtöl við fjóra fagaðila í markaðs – og auglýsingageiranum hérlendis. Niðurstöður þemagreiningar úr þessum viðtölum voru síðan borin saman við þær erlendu rannsóknir sem fundust um málefnið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að engin viðmælendanna studdist við rannsóknir eða einhver fræði er kemur að röddum. Þegar kemur að beinu vali á röddum studdust allir við einhverja tilfinningu fyrir því hvað passaði. Röddin einfaldlega passaði viðkomandi vöru eða þjónustu og voru viðskiptavinirnir fagfólksins sammála því. Markhópagreiningin þótti einna mikilvægust þegar kemur að því finna raddir. Viðmælendurnir voru almennt sammála um marga hluti sem ýtir stoðum um verklag og hugarfar markaðsfólks á Íslandi er kemur að vali á röddum. Algengt var að karlraddirnar endurspegluðu traust í hugum viðmælanda og kvenraddirnar milduðu hlutina. Viðmælendur töldu að þegar auglýst væri til kvenna, væri betra að nota kvenrödd, en þegar auglýst var til karla var betra að nota karlrödd. Ekki skiptir máli hvort karl eða kvenrödd er notuð við vörur eða þjónustu ætluðum báðum kynjum. Þetta er samhljóma þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar erlendis um málefnið. Það er því ljóst að markaðsfólk á Íslandi er faglegt í sínum nálgunum, þó að stór hluti starfs þeirra byggi á tilfinningum fyrir hlutunum.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract Selecting voices for advertisements can often be hard and the voice has to be carefully chosen. This essay aims to find out how marketers in Iceland and abroad do find those voices and why. This was obtained by interviewing four professional Icelandic marketers. The interviews were analysed in themes and compared with researches from around the world.
  The results from this essay shows that none of the interviewees have gotten acquainted with any researches regarding to ad voices, but solely trusts on their own gut feeling. The voice they chose simply fits the product they were marketing. The most important aspect in choosing voices for advertisements is segmentation. The interviewees generally agreed og many things that supports practice and mentality of marketers in Iceland regarding ad voices. Male voices reflect confidence in the minds of the interviewees and the female voice has tendency to reflect the milder side of things. Interviewees believed that when advertising to women, it would be better to use female voice, but when men were the main target, it was better to use a male voice. It does not matter whether a male or female voice is used for goods or services intended for both sexes. This is consistent with the research that has been done on the issue. It is there for clear that marketing people in Iceland are professional in their approach, although a large part of their work is based on feeling

Samþykkt: 
 • 1.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Friðrik Friðriksson_BA_lokaverk.pdf436.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna