Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34273
Áminningar starfsmanna eru hluti af daglegri starfsemi atvinnurekanda og fyrirtækja. Þær eru ætlaðar til þess að ávíta fyrir háttsemi sem starfsmönnum líðst ekki að viðhafa í störfum sínum. Einnig eru þær ætlaðar til þess að fyrirbyggja að slík háttsemi endurtaki sig. Þá eru þær yfirleitt nauðsynlegt skilyrði að opinberum starfsmannarétti áður en til greina kemur að segja starfsmanni upp. Áminningar eru oft þungbærar fyrir starfsmenn og ber að hafa það í huga þegar um þær er fjallað og ákvörðun tekin um að áminna starfsmann. Í ritgerðinni er farið yfir ferlið þegar til greina kemur að veita starfsmanni áminningu og áhersla lögð á málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar. Farið er ítarlega yfir þær reglur sem fara ber eftir þegar áminningar eru veittar, hvort sem það er á grundvelli laga eða ákvæðum kjarasamninga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SteinarKarlHlifarsson_BS_lokaverk.pdf | 429.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |