is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34275

Titill: 
  • Lögmæti einstaklingsmiðaðra auglýsinga á internetinu
  • Titill er á ensku Legitimacy of targeted advertisments online
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari ritgerð er að kanna lögmæti einstaklingsmiðaðra auglýsinga á internetinu. Þetta er málefni sem ekki margir hafa velt fyrir sér þar sem flestir gera e.t.v. ráð fyrir því að gagnasöfnunarfyrirtæki eins og Facebook og Google stundi lögmæta viðskiptahætti. Annað hefur komið á daginn og ber þar fyrst að nefna gagnaleka Cambridge Analytica sem þrýsti þessu málefni heldur betur í kastljósið. Fjölmörg einkamál hafa verið rekin gegn þessum fyrirtækjum og þeirra aðferðum og þá eru ótalin þau mál þar sem Evrópusambandið hefur dæmt fyrirtækin til hárra sekta. Vandamálið við Facebook og Google er að þessir risar eru einungis toppurinn á ísjakanum. Undir yfirborðinu eru fleiri hundruð fyrirtæki sem skipta með sér upplýsingasíðum, fréttaveitum og öðrum síðum þar sem er að finna mikla netumferð. Í Bandaríkjunum einum saman námu tekjur af auglýsingum á internetinu árið 2017 samtals $88 milljörðum skv. IAB internet advertising revenue report1 og því ljóst að eftir miklu er að slægjast. Facebook sver af sér að þeir noti hljóðnema snjalltækja til gagnasöfnunar2 en frásagnir af upplifun fólks af persónunjósnum fyrirtækjanna eru algengar og löggjafanum reynist erfitt að koma böndum á það gríðarmagn persónuupplýsinga sem fyrirtækin safna um okkur á hverjum degi. Facebook er sífellt stækkandi dagbók fyrir allt sem við gerum og hefur í dag getu til að mæla alla notkun miðilsins og ef einhver efaðist um stærð Google á markaðnum þá má til gamans geta að 16. ágúst 2013 lá netþjónusta Google niðri í tvær mínútur og netumferð í heiminum dróst saman um 40%.

Samþykkt: 
  • 1.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TomasKristjansson_BS_lokaverk.pdf847.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna