is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34277

Titill: 
 • Íslenskur fatahönnunarklasi? Samanburður á uppbyggingu nýrrar atvinnugreinar í tveimur borgum
 • Titill er á ensku Icelandic Cluster for Fashion Design? Comparing the development of a young industry in two cities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin snýr að því hvort forsendur séu til þess að stofna fatahönnunarklasa á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort það gæti eflt fatahönnunargeirann og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Gerð er grein fyrir upplýsingum um geirann hér á landi og á Norðurlöndum. Litið var til klasafræða ásamt því að tískuklasi í Osló var heimsóttur og rannsakaður til samanburðar. Tekin voru eigindleg viðtöl við fjölbreyttan hóp fagaðila í Osló og Reykjavík. Niðurstöður viðtalanna voru síðan bornar saman við áðurnefnd fræði og kenningar um klasa.
  Finna mátti mikinn samhljóm milli landanna. Þarfir norska geirans voru af sama toga og þess íslenska en þar hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu undanfarin ár. Norðmenn hafa litið til Danmerkur sérstaklega þar sem fatahönnun er talin til helstu útflutningsgreina. Í ljósi þessa má álykta að fyrir greinina hér á Íslandi væri réttara að líta til Noregs þar sem sambærileg vinna hefur verið unnin á undanförnum árum og þörf er á hér. Norski tískuklasinn var stofnaður árið 2014 og hefur velta fatahönnunar aukist um 17% síðan.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fatahönnunargeirinn er of lítill hér á landi til að mynda klasa. Fatahönnun er mun tengdari viðskiptalífinu en margar aðrar hönnunargreinar. Þó skortir íslenska fatahönnuði þekkingu á viðskiptahlið geirans. Með víðari skírskotun yfir í fleiri hönnunargreinar gæti reynst auðveldara að fá öflug fyrirtæki til liðs við klasann og efla þannig viðskiptafærni með það að markmiði að auka verðmætasköpun og stuðla að auknum útflutning á íslenskri hönnun.
  Lykilorð: Tískuiðnaður, fatahönnun, klasi

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project is to explore the possibilities of forming a fashion cluster in Reykjavik, based on a similar cluster in Oslo. The goal is to see whether such cluster could boost the fashion industry and create more value. Facts on the Nordic fashion industries were researched as well as theories on clusters and professionals in Oslo and Reykjavik were interviewed.
  A lot was found in common between the two cities. Similarities were found within the two industries needs but the difference is that in Norway solutions have been found and implemented. A lot has been based on the Danish industry where fashion design is one of the main exporting industries. It may therefore be assumed that the Icelandic fashion industry could look directly to what has been done in Oslo. Since the Norwegian Fashion Hub was founded in 2014 the turnover of the fashion industry has grown by 17%.
  The main result is that the fashion design industry might be too small in Iceland to form a cluster. Fashion design is more linked to business sectors than many other design sectors but Icelandic fashion designers lack competence on the business side. Very few large companies are run within fashion design in Iceland so it might be challenging to gather financially strong members to support the cluster. However, a design cluster on a wider spectrum could solve that problem as well as increasing value creation and export of Icelandic design.
  Keywords: Fashion industry, fashion design, cluster

Samþykkt: 
 • 1.7.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnea Einarsdóttir_MA_lokaverk.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna