is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34280

Titill: 
  • Hvernig má takmarka trúfrelsi og á hvaða hátt má takmarka trúfrelsi á vinnumarkaði án þess að um mismunun sé að ræða?
  • Titill er á ensku How can the freedom of religion be limited, and how can freedom of religion be limited in a labour market without it leading to discrimination?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Trúfrelsi er eitt af þeim mannréttindum sem er gildandi réttur innan allra ríkja Evrópuréttar og rétturinn til að trúa eða vera trúlaus er algjör en hvernig trú er iðkuð má takmarka. Aukinn fjöldi innflytjenda til Evrópu og aukin fjölmenning gerir að verkum að fleiri árekstrar verða vegna ólíkra trúarbragða, eða trúleysis, menningar og siðferðis einstaklinga. Þá reynir á lög um trúfrelsi og mannréttindi til að fá úr því skorið hvenær og hvernig má takmarka trúfrelsið.
    Markmið ritgerðarinnar er að skoða á hvaða hátt er heimilt að takmarka trúfrelsi og voru gildandi lög, samningar og sáttmálar sem og dómar greindir til að komast að niðurstöðu. Einnig að skoða með hvaða hætti megi takmarka trúfrelsi á vinnumarkaði án þess að til mismununar komi, í ljósi löggjafar um bann við mismunun á vinnumarkaði.
    Helstu niðurstöður eru að heimildir til takmörkunar á trúfrelsi þurfa að vera í lögum og í almannaþágu. Innri trú er ekki hægt að takmarka, takmarkanir snúa alltaf að ytri trú, sem snýr að hegðun manna. Takmarkanir eru þó ekki þær sömu í öllum ríkjum þar sem þríeykið; trú, menning og siðferði, hefur mismunandi áhrif á löggjöf þeirra. Takmörkun á trúfrelsi á vinnumarkaði er með öðrum hætti en almenn takmörkun og snýr gjarnan að því að vernda hlutleysi fyrirtækja og viðskiptahagsmuni.
    Ávalt ber að hafa í huga að það eru menn sem setja lög, lög sem byggja á einhverri sannfæringu og hafa þar með ávalt tengingu við trú, menningu og siðferði.

  • Útdráttur er á ensku

    Freedom of religion is one of the human rights which is an applicable law within European law, and the freedom to hold a religion or hold no religion is absolute but the right to manifest believe can be limited. Migrants into Europe and increasing diversity lead to conflicts steaming from differences in religion, culture and morality. In such cases must be applied the laws protecting freedom of religion and human rights to decide under what circumstances freedom of religion can be limited.
    This essay will examine how the freedom of religion can be limited, and takes into consideration applicable laws, conventions and treaties, to reach a conclusion. Also, to examine how freedom of religion can be limited in a labour market, without it leading to discrimination, in view of non-discrimination law.
    Main conclusions are that restrictions on the freedom to belief must be based on national legislation and for the safety of the people. Subjective belief cannot be restricted, limitations always concern manifesting of belief, concern human behaviour. Limitations are not the same in every state since the triumvirate: religion, culture and morality, affect each state´s legislation differently. Limitations on the freedom of religion in the labour market differ from the general limitations and tend to focus on protecting objectivity or business interests.
    And it must be kept in mind that humans create the laws, laws based on some conviction and thus ultimately connected to religion, culture and morality.

Samþykkt: 
  • 1.7.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas Bergsdóttir_ML.pdf862.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna