Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34283
Tilgangur verkefnisins var að greina núverandi ferla og verklag, og leggja fram tillögur til úrbóta, í þeim hluta starfsemi Icelandair Cargo sem snýr að Grænlands - og innanlandsfrakt. Í því felst að skoða samræmingu ferla, skilgreina sóun sem á sér stað í ferlum í starfseminni og meta hvaða umbætur megi gera á ferlum og verklagi. Flestar skipulagsheildir eiga sameiginleg markmið um lægri kostnað, meiri framlegð og betri samkeppnisstöðu, og straumlínustjórnun er ein leið að því markmiði. Í fyrri hluta verkefnisins er fræðileg umfjöllun um straumlínustjórnun en til að hámarka árangur hennar er ráðlegt að nýta annars konar aðferðafræði samhliða. Því er einnig fjallað um aðferðir eins og breytingastjórnun og mannauðsstjórnun. Í seinni hluta verkefnisins er farið yfir aðferðafræði og framkvæmd rannsóknar. Rannsakandi gerði megindlega rannsókn með það markmið að greina núverandi stöðu svo hægt sé að bæta hana og er því um hagnýta rannsókn að ræða. Gögnum var safnað í vettvangsskoðun og með því að taka viðtöl og halda vinnustofu með starfsfólki. Í framhaldinu voru þrír ferlar í kjarnastarfsemi deildarinnar kortlagðir og sóun skilgreind á nokkrum stöðum í hverjum og einum feril. Vandamál voru greind og tillögur að umbótum lagðar fram fyrir hvert og eitt. Niðurstöður benda til þess að ferlar í starfseminni séu ágætlega samræmdir í dag en umbæturnar gætu leitt til skilvirkari starfsemi, aukið virði viðskiptavinarins og bætt starfsánægju á vinnustað.
The aim of this study is to analyze processes and procedures in the Greenland and domestic freight department within Icelandair Cargo. This involves examining coordination of processes, defining waste and finding areas for improvements. Most organizations strive for lower costs, higher margins and a competitive advantage. Lean management can help achieve these goals. The structure of the project was as follows. There was a theoretical discussion of lean management and related methods, such as change management and human resource management. The methodology and implementation of the study are reviewed. The researcher did a practical, quantitative study with the aim of analyzing the current status. Data was collected from an on-site inspection and interviews conducted. There was also a workshop with the department’s employees. Three processes in the department's core activities were mapped and wastes defined. Problems were identified and suggestions for improvement presented. Conclusions suggest that processes in the business were coordinated, but improvements could lead to more efficient operations, increased customer value and job satisfaction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristín Pétursdóttir Mastersverkefni.pdf | 477.16 kB | Lokaður til...31.07.2059 | Heildartexti |